Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 09:56 Veðrið leikur ekki við landann, eða ferðamennina, þessa dagana. Vísir/Arnar Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi. Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira
Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi.
Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira