Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2024 12:48 Nýja flugstöðvarbyggingin í Nuuk. Greenland Airports Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. „Þetta er stór áfangi, ekki bara fyrir okkur heldur allt Grænland. Við erum meira en stolt og ánægð og hlökkum til að taka á móti fyrstu farþegunum og viðskiptavinunum,“ segir forstjóri flugvallafélags Grænlands, Jens Lauridsen, í fréttatilkynningu. Byggingin er glæsileg að innan sem utan.Greenland Airports Með opnun nýju flugstöðvarinnar flyst bæði innanlands- og millilandaflug úr gömlu flugstöðinni. Það þýðir að hér eftir þurfa allir brottfararfarþegar um Nuuk-flugvöll að fara í gegnum vopnaleit sem annars hefur ekki tíðkast í innanlandsflugi á Grænlandi. Nýja flugstöðin í Nuuk verður mikilvægasta samgöngumiðstöð Grænlendinga, bæði sem aðaltengileiðin til annarra landa og sem tengimiðstöð innanlandsflugsins.Greenland Airports Stærstu tímamótin verða þó síðar á árinu, eftir fimm mánuði, þann 28. nóvember 2024, þegar nýja flugbrautin verður opnuð í fullri lengd, 2.200 metra löng. Nuuk tekur þá við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur Grænlendinga. Þar með verður hægt að hefja beint þotuflug milli langstærsta bæjar Grænlands og umheimsins. Á þessu tölvugerða myndbandi geta lesendur ímyndað sér hvernig verður að fara um nýju flugstöðina. Áhugavert er að sjá að þar er gert ráð fyrir stórri þotu frá Icelandair: Grænland Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
„Þetta er stór áfangi, ekki bara fyrir okkur heldur allt Grænland. Við erum meira en stolt og ánægð og hlökkum til að taka á móti fyrstu farþegunum og viðskiptavinunum,“ segir forstjóri flugvallafélags Grænlands, Jens Lauridsen, í fréttatilkynningu. Byggingin er glæsileg að innan sem utan.Greenland Airports Með opnun nýju flugstöðvarinnar flyst bæði innanlands- og millilandaflug úr gömlu flugstöðinni. Það þýðir að hér eftir þurfa allir brottfararfarþegar um Nuuk-flugvöll að fara í gegnum vopnaleit sem annars hefur ekki tíðkast í innanlandsflugi á Grænlandi. Nýja flugstöðin í Nuuk verður mikilvægasta samgöngumiðstöð Grænlendinga, bæði sem aðaltengileiðin til annarra landa og sem tengimiðstöð innanlandsflugsins.Greenland Airports Stærstu tímamótin verða þó síðar á árinu, eftir fimm mánuði, þann 28. nóvember 2024, þegar nýja flugbrautin verður opnuð í fullri lengd, 2.200 metra löng. Nuuk tekur þá við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur Grænlendinga. Þar með verður hægt að hefja beint þotuflug milli langstærsta bæjar Grænlands og umheimsins. Á þessu tölvugerða myndbandi geta lesendur ímyndað sér hvernig verður að fara um nýju flugstöðina. Áhugavert er að sjá að þar er gert ráð fyrir stórri þotu frá Icelandair:
Grænland Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50