„Erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. júní 2024 21:29 Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, með boltann í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink ÍA gerði 1-1 jafntefli gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, fagnaði þrítugsafmæli sínu í dag en var svekktur að hafa ekki nýtt dauðafæri í uppabótartíma til að vinna leikinn. „Það situr í mér. Ég ætlaði að stýra boltanum í nærhornið en hitti hann ekki betur en þetta sem var svekkjandi. En miðað við fyrri hálfleik var 1-1 jafntefli á útivelli gegn Blikum fínt og við tökum þessu.“ Staðan í hálfleik var 0-0 og Viktor var ekki sáttur með spilamennsku ÍA í fyrri hálfleik en fannst hún hafa batnað töluvert í síðari hálfleik. „Þetta var miklu betra í seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði ákefð í okkur. Við vorum að láta éta okkur á miðjunni og við Hinrik vorum ekki að ná að halda boltanum í fremstu línu en þetta var miklu betra í seinni hálfleik þar sem við náðum að skora og hefðum viljað halda því út en tökum þessu.“ Marko Vardic fékk dæmda á sig vítaspyrnu þar sem hann fékk boltann ansi klaufalega í höndina. Viktor vildi þó ekki kenna honum um jafnteflið. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel en mér sýndist boltinn hafa farið í höndina á honum en maður skilur ekkert í þessum reglum með hendi hvort þetta hafi verið ódýrt eða ekki. Þetta var klaufalegt en hann skoraði markið okkar og ef einhver hefði mátt gera þessi mistök þá var það hann.“ ÍA hefur byrjað tímabilið frábærlega og liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir. Viktor minntist á tímabilið 2019 þar sem ÍA byrjaði mótið frábærlega en endaði í tíunda sæti. „Ekki spurning. Við erum mjög sáttir með sautján stig eftir ellefu umferðir. Við höfum verið að spila betur með hverjum leiknum í sumar. Þetta lítur betur út en oft áður upp á Skaga en við erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019 þannig við pössum okkur á því að fara ekki of hátt upp heldur,“ sagði Viktor að lokum. ÍA Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
„Það situr í mér. Ég ætlaði að stýra boltanum í nærhornið en hitti hann ekki betur en þetta sem var svekkjandi. En miðað við fyrri hálfleik var 1-1 jafntefli á útivelli gegn Blikum fínt og við tökum þessu.“ Staðan í hálfleik var 0-0 og Viktor var ekki sáttur með spilamennsku ÍA í fyrri hálfleik en fannst hún hafa batnað töluvert í síðari hálfleik. „Þetta var miklu betra í seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði ákefð í okkur. Við vorum að láta éta okkur á miðjunni og við Hinrik vorum ekki að ná að halda boltanum í fremstu línu en þetta var miklu betra í seinni hálfleik þar sem við náðum að skora og hefðum viljað halda því út en tökum þessu.“ Marko Vardic fékk dæmda á sig vítaspyrnu þar sem hann fékk boltann ansi klaufalega í höndina. Viktor vildi þó ekki kenna honum um jafnteflið. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel en mér sýndist boltinn hafa farið í höndina á honum en maður skilur ekkert í þessum reglum með hendi hvort þetta hafi verið ódýrt eða ekki. Þetta var klaufalegt en hann skoraði markið okkar og ef einhver hefði mátt gera þessi mistök þá var það hann.“ ÍA hefur byrjað tímabilið frábærlega og liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir. Viktor minntist á tímabilið 2019 þar sem ÍA byrjaði mótið frábærlega en endaði í tíunda sæti. „Ekki spurning. Við erum mjög sáttir með sautján stig eftir ellefu umferðir. Við höfum verið að spila betur með hverjum leiknum í sumar. Þetta lítur betur út en oft áður upp á Skaga en við erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019 þannig við pössum okkur á því að fara ekki of hátt upp heldur,“ sagði Viktor að lokum.
ÍA Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira