Zaccagni skaut Ítölum áfram á elleftu stundu Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 18:30 Varamaðurinn Mattia Zaccagni fagnar marki sínu vísir/Getty Ekkert lát er á dramatíkinni á EM karla í fótbolta en Ítalir eru komnir áfram í 16-liða úrslit eftir jöfnunarmark á 99. mínútu. Króatar urðu að vinna leikinn til að eiga von um að komast áfram en jafntefli dugði Ítölum. Ítalir voru ansi líflausir framan af leik en á 54. mínútu dró til tíðina þegar Króatar fengu víti eftir augljósa hendi innan teig. Gianluigi Donnarumma ver vítið frá Modric en það dugði skammt.vísir/Getty Reynsluboltinn Luca Modric steig á punktinn en Donnarumma gerði vel og varði vítið. Það dugði þó skammt því Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Luka Modric is the oldest player to ever score at the European Championships. 38 years and 289 days old. 🍷#EURO2024 pic.twitter.com/D2Cdy8Irfo— Squawka (@Squawka) June 24, 2024 Ítalir sóttu án afláts í kjölfarið en náðu lítið að skapa sér og Króatar hefðu vel getað bætt við marki. En á síðustu mínútu uppbótartíma skoraði varamaðurinn Mattia Zaccagni laglegt mark og Ítalir komnir áfram í 16-liða úrslit. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi
Ekkert lát er á dramatíkinni á EM karla í fótbolta en Ítalir eru komnir áfram í 16-liða úrslit eftir jöfnunarmark á 99. mínútu. Króatar urðu að vinna leikinn til að eiga von um að komast áfram en jafntefli dugði Ítölum. Ítalir voru ansi líflausir framan af leik en á 54. mínútu dró til tíðina þegar Króatar fengu víti eftir augljósa hendi innan teig. Gianluigi Donnarumma ver vítið frá Modric en það dugði skammt.vísir/Getty Reynsluboltinn Luca Modric steig á punktinn en Donnarumma gerði vel og varði vítið. Það dugði þó skammt því Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Luka Modric is the oldest player to ever score at the European Championships. 38 years and 289 days old. 🍷#EURO2024 pic.twitter.com/D2Cdy8Irfo— Squawka (@Squawka) June 24, 2024 Ítalir sóttu án afláts í kjölfarið en náðu lítið að skapa sér og Króatar hefðu vel getað bætt við marki. En á síðustu mínútu uppbótartíma skoraði varamaðurinn Mattia Zaccagni laglegt mark og Ítalir komnir áfram í 16-liða úrslit.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti