Skýrsla Vals: Söguleg snilld Eftir sjö töp í sjö leikjum kom fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs á Evrópumóti í kvöld. Mikilvægum áfanga náð í vegferð þessa liðs sem ætlar sér enn meira. Handbolti 1.12.2024 23:17
Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, hefur útskýrt af hverju hann ræddi ekki við fjölmiðla á meðan Evrópumótinu í Þýskalandi stóð. Hann segir að fjölmiðlamenn hafi ekki látið fjölskyldu sína vera. Fótbolti 27.11.2024 15:02
Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Álvaro Morata, fyrirliði spænsku Evrópumeistaranna og leikmaður AC Milan, hefur glímt við þunglyndi og kvíða undanfarin ár. Um tíma var hann svo illa haldinn að hann hélt að hann gæti ekki spilað fótbolta aftur. Fótbolti 10.10.2024 15:45
Mainoo nýtt skotmark Souness: „Hann er enn að læra leikinn“ Eftir að hafa úthúðað Paul Pogba í nær hvert einasta skipti sem hann spilaði fyrir Manchester United þá hefur „sparkspekingurinn“ Grame Souness fundið sér nýtt skotmark. Sá á margt sameiginlegt með Pogba, til að mynda er hann miðjumaður Man United. Fótbolti 18. júlí 2024 18:16
Löw vill taka við enska landsliðinu Maðurinn sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum fyrir áratug hefur áhuga á að taka við enska fótboltalandsliðinu. Enski boltinn 18. júlí 2024 08:30
Fyrrverandi leikmaður United laminn á bar í Moskvu Ráðist var á fyrrverandi leikmann Manchester United á bar í Rússlandi eftir úrslitaleik EM. Enski boltinn 18. júlí 2024 08:01
Enska sambandið vill Guardiola og er tilbúið að bíða Enska knattspyrnusambandið vill fá Pep Guardiola sem næsta landsliðsþjálfara og er tilbúið að bíða eftir því að samningur hans við Manchester City renni út. Enski boltinn 17. júlí 2024 15:31
Wiegman gaf lítið fyrir það að hún gæti tekið við enska karlalandsliðinu Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, gaf lítið fyrir orðróm þess efnis að hún gæti tekið við karlalandsliðinu af Gareth Southgate. Enski boltinn 17. júlí 2024 11:30
Neville vill enskan þjálfara fyrir landsliðið Enska knattspyrnusambandið leitar bæði innan- og utanlands að næsta þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu. Sérfræðingurinn Gary Neville vill að sambandið ráði heimamann. Enski boltinn 16. júlí 2024 22:31
Fasískir tilburðir í fagnaðarlátum spænska landsliðsins í Madríd Rodri og Alvara Morata leiddu níðsöngva um sjálfstjórnarríkið sunnan Spánar, Gíbraltar, þegar spænska landsliðið fagnaði Evrópumeistaratitlinum í höfuðborginni Madríd í gær. Forsætisráðherra Gíbraltar segir svívirðilegt að blanda fótboltafögnuði saman við fasistapólitík. Fótbolti 16. júlí 2024 13:45
Forseti FA er með bráðabirgðalausn ef leitin að eftirmanni gengur illa Gareth Southgate hefur sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Englands og leit að eftirmanni hans er þegar hafin. Bráðabirgðalausn er til staðar ef sú leit dregst á langinn. Fótbolti 16. júlí 2024 11:30
Howe, Gerrard og Lampard líklegir til að taka við enska landsliðinu Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, er sagður vera einn af líklegustu valkostunum til að taka við enska karlalandsliðinu. Fótbolti 16. júlí 2024 11:01
Southgate hefur sagt upp störfum Tveimur dögum eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópumótsins í annað sinn hefur Gareth Southgate sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Fótbolti 16. júlí 2024 10:07
Krabbameinsveik stúlka fagnaði titlinum með Spánverjum Tíu ára stúlka sem glímir við krabbamein fékk ósk sína uppfyllta, að hitta spænsku Evrópumeistarana. Fótbolti 16. júlí 2024 08:01
Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. Fótbolti 16. júlí 2024 07:30
Þjálfari Evrópumeistaranna segir Rodri bestan í heimi Þjálfari Evrópumeistara Spánar segist hafa besta leikmann heims innan sinna raða. Fótbolti 15. júlí 2024 23:16
Shaqiri hættur með svissneska landsliðinu Xherdan Shaqiri hefur ákveðið að hætta að leika með landsliði Sviss í fótbolta. Hann mun halda áfram félagsliðaferlinum sem leikmaður Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Fótbolti 15. júlí 2024 16:00
Fer ófögrum orðum um frammistöðu Rice: „Hann er gagnslaus“ Rafael van der Vaart, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Real Madrid, Tottenham og hollenska landsliðsins, var vægast sagt ekki hrifinn af því sem hann sá frá Declan Rice, miðjumanni Arsenal, á nýafstöðnu Evrópumóti. Fótbolti 15. júlí 2024 15:00
Enginn í sögu Evrópumótsins lagt upp fleiri mörk en Lamine Yamal Enginn leikmaður í sögu Evrópumótsins hefur lagt upp fleiri mörk en Lamine Yamal gerði í Þýskalandi í sumar. Fótbolti 15. júlí 2024 14:00
Sex leikmenn enduðu markahæstir á Evrópumótinu Keppnin um markahæsta manninn á Evrópumótinu í Þýskalandi endaði jöfn milli sex leikmanna. Fótbolti 15. júlí 2024 11:01
Thomas Müller leggur landsliðsskóna á hilluna Thomas Müller, þriðji leikjahæsti leikmaður þýska landsliðsins frá upphafi, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna frægu. Fótbolti 15. júlí 2024 09:31
„Besta afmælisgjöf allra tíma“ Óhætt er að segja að Lamine Yamal hafi átt góða helgi. Síðastliðinn laugardag fagnaði hann 17 ára afmælinu sínu og í gær, sunnudag, varð hann Evrópumeistari í knattspyrnu og var valinn besti ungi leikmaður EM. Fótbolti 15. júlí 2024 07:01
Southgate hrósar Spánverjum: „Fannst þeir vera besta lið mótsins“ Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi þurft að sætta sig við silfur eftir 2-1 tap gegn Spánverjum í úrslitaleik EM í kvöld. Fótbolti 14. júlí 2024 23:00
„Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. Fótbolti 14. júlí 2024 22:30
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti