Manchester United missir fleiri stjörnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 17:01 Earps er á förum frá Man United. Marc Atkins/Getty Images Annað sumarið í röð stefnir í að kvennalið Manchester United missi nokkra af sína bestu leikmönnum. Mary Earps, sem er talin vera meðal bestu markvarða heims, er á leið frá félaginu og þá hefur verið staðfest að Lucía Garcia verði ekki áfram. Fyrir ári síðan fór Alessia Russo frá Man United til Arsenal og Ona Batlle samdi við verðandi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Annað árið í röð virðist félagið eiga erfitt með að halda í sína bestu leikmenn en Earps er sögð á leið til París Saint-Germain þegar samningur hennar við Rauðu djöflana rennur út. Mary Earps will leave Manchester United at the end of her contract to join Paris Saint-Germain 📝 pic.twitter.com/82k5qAAwbq— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) June 25, 2024 Hin 31 árs gamla Earps er af mörgum talin besti markvörður heims enda verið kosin sú besta í heimi af FIFA bæði 2022 og 2023. Man United hefur lengi vel reynt að framlengja samning landsliðsmarkvarðarins en aldrei náðist samkomulag. Þá hefur heyrst að PSG sé tilbúið að borga talsvert hærra og að Earps verði launahæsti markmaður kvennafótboltans eftir vistaskiptin. Earps lék ekki með enska landsliðinu í síðasta mánuði vegna meiðsla en á að baki 50 A-landsleiki og stóð vaktina þegar England varð Evrópumeistari 2022 og fór alla leið í úrslit á HM ári síðar. Earps er ekki eini leikmaðurinn sem Man United missir frítt í sumar því félagið hefur þegar opinberað að Lucía Garcia mun yfirgefa félagið þegar samningur hennar rennur út. Hún á að baki 46 A-landsleiki fyrir Spán. ℹ️ We can confirm @LuciaGarcia17 will depart the club at the end of the month.Wishing you all the best for the future, Lucia — you'll be missed ❤️#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) June 26, 2024 Man United endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð en vann ensku bikarkeppnina eftir 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í úrslitum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Fyrir ári síðan fór Alessia Russo frá Man United til Arsenal og Ona Batlle samdi við verðandi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Annað árið í röð virðist félagið eiga erfitt með að halda í sína bestu leikmenn en Earps er sögð á leið til París Saint-Germain þegar samningur hennar við Rauðu djöflana rennur út. Mary Earps will leave Manchester United at the end of her contract to join Paris Saint-Germain 📝 pic.twitter.com/82k5qAAwbq— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) June 25, 2024 Hin 31 árs gamla Earps er af mörgum talin besti markvörður heims enda verið kosin sú besta í heimi af FIFA bæði 2022 og 2023. Man United hefur lengi vel reynt að framlengja samning landsliðsmarkvarðarins en aldrei náðist samkomulag. Þá hefur heyrst að PSG sé tilbúið að borga talsvert hærra og að Earps verði launahæsti markmaður kvennafótboltans eftir vistaskiptin. Earps lék ekki með enska landsliðinu í síðasta mánuði vegna meiðsla en á að baki 50 A-landsleiki og stóð vaktina þegar England varð Evrópumeistari 2022 og fór alla leið í úrslit á HM ári síðar. Earps er ekki eini leikmaðurinn sem Man United missir frítt í sumar því félagið hefur þegar opinberað að Lucía Garcia mun yfirgefa félagið þegar samningur hennar rennur út. Hún á að baki 46 A-landsleiki fyrir Spán. ℹ️ We can confirm @LuciaGarcia17 will depart the club at the end of the month.Wishing you all the best for the future, Lucia — you'll be missed ❤️#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) June 26, 2024 Man United endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð en vann ensku bikarkeppnina eftir 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í úrslitum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira