Manchester United missir fleiri stjörnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 17:01 Earps er á förum frá Man United. Marc Atkins/Getty Images Annað sumarið í röð stefnir í að kvennalið Manchester United missi nokkra af sína bestu leikmönnum. Mary Earps, sem er talin vera meðal bestu markvarða heims, er á leið frá félaginu og þá hefur verið staðfest að Lucía Garcia verði ekki áfram. Fyrir ári síðan fór Alessia Russo frá Man United til Arsenal og Ona Batlle samdi við verðandi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Annað árið í röð virðist félagið eiga erfitt með að halda í sína bestu leikmenn en Earps er sögð á leið til París Saint-Germain þegar samningur hennar við Rauðu djöflana rennur út. Mary Earps will leave Manchester United at the end of her contract to join Paris Saint-Germain 📝 pic.twitter.com/82k5qAAwbq— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) June 25, 2024 Hin 31 árs gamla Earps er af mörgum talin besti markvörður heims enda verið kosin sú besta í heimi af FIFA bæði 2022 og 2023. Man United hefur lengi vel reynt að framlengja samning landsliðsmarkvarðarins en aldrei náðist samkomulag. Þá hefur heyrst að PSG sé tilbúið að borga talsvert hærra og að Earps verði launahæsti markmaður kvennafótboltans eftir vistaskiptin. Earps lék ekki með enska landsliðinu í síðasta mánuði vegna meiðsla en á að baki 50 A-landsleiki og stóð vaktina þegar England varð Evrópumeistari 2022 og fór alla leið í úrslit á HM ári síðar. Earps er ekki eini leikmaðurinn sem Man United missir frítt í sumar því félagið hefur þegar opinberað að Lucía Garcia mun yfirgefa félagið þegar samningur hennar rennur út. Hún á að baki 46 A-landsleiki fyrir Spán. ℹ️ We can confirm @LuciaGarcia17 will depart the club at the end of the month.Wishing you all the best for the future, Lucia — you'll be missed ❤️#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) June 26, 2024 Man United endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð en vann ensku bikarkeppnina eftir 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í úrslitum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Fyrir ári síðan fór Alessia Russo frá Man United til Arsenal og Ona Batlle samdi við verðandi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Annað árið í röð virðist félagið eiga erfitt með að halda í sína bestu leikmenn en Earps er sögð á leið til París Saint-Germain þegar samningur hennar við Rauðu djöflana rennur út. Mary Earps will leave Manchester United at the end of her contract to join Paris Saint-Germain 📝 pic.twitter.com/82k5qAAwbq— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) June 25, 2024 Hin 31 árs gamla Earps er af mörgum talin besti markvörður heims enda verið kosin sú besta í heimi af FIFA bæði 2022 og 2023. Man United hefur lengi vel reynt að framlengja samning landsliðsmarkvarðarins en aldrei náðist samkomulag. Þá hefur heyrst að PSG sé tilbúið að borga talsvert hærra og að Earps verði launahæsti markmaður kvennafótboltans eftir vistaskiptin. Earps lék ekki með enska landsliðinu í síðasta mánuði vegna meiðsla en á að baki 50 A-landsleiki og stóð vaktina þegar England varð Evrópumeistari 2022 og fór alla leið í úrslit á HM ári síðar. Earps er ekki eini leikmaðurinn sem Man United missir frítt í sumar því félagið hefur þegar opinberað að Lucía Garcia mun yfirgefa félagið þegar samningur hennar rennur út. Hún á að baki 46 A-landsleiki fyrir Spán. ℹ️ We can confirm @LuciaGarcia17 will depart the club at the end of the month.Wishing you all the best for the future, Lucia — you'll be missed ❤️#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) June 26, 2024 Man United endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð en vann ensku bikarkeppnina eftir 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í úrslitum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira