Eldsvoði á Höfðatorgi, Assange laus og afmæli forsetans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 18:02 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Eldur kviknaði við veitingastað á jarðhæð turnsins á Höfðatorgi í dag og rýma þurfti bygginguna þar sem á annað þúsund manns starfa. Farið verður yfir atburðarásina og aðstæður á vettvangi brunans í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við slökkviliðsstjóra í beinni. Eftir fjórtán ára baráttu er Julian Assange, stofnandi Wikileaks, kominn heim til Ástralíu sem frjáls maður. Í fréttatímanum sjáum við hjartnæma stund frá flugvellinum í Ástralíu þegar Assange féllst í faðma við föður sinn og eiginkonu við komuna til landsins. Eiginkona hans segir að Julian og fjölskyldan öll muni þurfa tíma og næði til að jafna sig. Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum en rætt verður við borgarstjóra um áformin í fréttatímanum. Við segjum einnig frá framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi í fréttatímanum en það hefur reynst flókið að rífa húsið þar sem í byggingunni voru bæði mygla og önnur spilliefni. Þá hittum við einnig forseta Íslands sem á afmæli í dag, en hann nýtti daginn meðal annars til að gróðursetja með hjálp leikskólabarna sem tóku fyrir hann lagið. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Sjá meira
Eftir fjórtán ára baráttu er Julian Assange, stofnandi Wikileaks, kominn heim til Ástralíu sem frjáls maður. Í fréttatímanum sjáum við hjartnæma stund frá flugvellinum í Ástralíu þegar Assange féllst í faðma við föður sinn og eiginkonu við komuna til landsins. Eiginkona hans segir að Julian og fjölskyldan öll muni þurfa tíma og næði til að jafna sig. Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum en rætt verður við borgarstjóra um áformin í fréttatímanum. Við segjum einnig frá framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi í fréttatímanum en það hefur reynst flókið að rífa húsið þar sem í byggingunni voru bæði mygla og önnur spilliefni. Þá hittum við einnig forseta Íslands sem á afmæli í dag, en hann nýtti daginn meðal annars til að gróðursetja með hjálp leikskólabarna sem tóku fyrir hann lagið. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Sjá meira