Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2024 23:00 Næsti áfangi á Dynjandisheiði, vegarkaflinn af heiðinni og niður í Dynjandisvog, er meðal verkefna sem óvissa ríkir um. Vegagerðin Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að þessi fáheyrða staða tengdist því að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi treysti sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun í síðustu viku. Frá því Vegagerðin bauð út gerð vegfyllinga yfir Gufufjörð og Djúpafjörð í Gufudalssveit í septembermánuði síðastliðið haust hafa engin stór útboð verið auglýst. Þó hafði Vegagerðin kynnt á útboðsþingi í byrjun ársins fimm stórverkefni sem áttu að fara í gang á þessu ári. Úr Djúpafirði í Gufudalssveit. Gerð vegfyllinga út í Djúpafjörð og Gufufjörð til undirbúnings brúarsmíði var síðasta stóra verkútboðið hjá Vegagerðinni. Óvissa er um hvenær sjálf brúasmíðin verður boðin út.Egill Aðalsteinsson Verkefnin sem liggja í salti eru Fossvogsbrú, breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga, smíði brúa yfir firðina tvo í Gufudalssveit, næsti áfangi á Dynjandisheiði og vegagerð yfir Brekknaheiði á Langanesi. Ekkert af þessum verkum er enn farið í útboð, þótt árið sé hálfnað. Þegar fréttastofan leitaði skýringa frá Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra hafnaði hún sjónvarpsviðtali en sagði að það yrði skoðað í haust hvort eitthvert þessara verka yrði boðið út á þessu ári. Útboð í haust þýddi að framkvæmdir gætu vart hafist fyrr en á næsta ári, þannig að þetta ár virðist vera fyrir bí. Einstaka stjórnarþingmenn hafa hins vegar opinberlega gefið skýringar í fréttaviðtölum. Helsta ástæðan sé að kostnaður við Hornafjarðarfljót sé kominn langt fram úr fjárheimildum. Til að fjármagna það verk þurfi að flytja peninga úr öðrum verkum. Verkin sem bíða meðan vanfjármagnað Hornafjarðarfljót sogar til sín fjárveitingarnar.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Upphaflega stóð til að nýr vegur þvert yfir Hornafjörð yrði að helmingi greiddur með einkafjármögnun á grundvelli laga um samvinnuverkefni. Sú aðferð mislukkaðist í útboði þegar tilboð reyndust of há. Útboðið var þá endurtekið og verkið sett í gang með hefðbundinni fjármögnun, án þess að nægilegar fjárheimildir fylgdu með. Til staðar er fjárveiting upp á 2.450 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir að sama fjárhæð, 2.450 milljónir króna, kæmi á móti með einkafjármögnun. Átti verkið í heild þannig að kosta 4,9 milljarða króna. Teikning af nýju leiðinni yfir Hornafjörð.Vegagerðin Umhverfis- og samgöngunefnd þingsins stóð hins vegar frammi fyrir þeim upplýsingum að áætlaður heildarkostnaður stefndi í 8,9 milljarða króna. Þarna væri því að myndast gat upp á 6,4 milljarða króna, útgjöld sem væru án fjárheimildar. Þetta er sögð helsta ástæða þess að stjórnarmeirihlutinn treysti sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun. Fleira er þó sagt spila inn í, eins og óvissa um endurskoðun samgöngusáttmálans um borgarlínuna, óvissa um breytta gjaldtöku af umferð og óvissa um hvernig fjármagna eigi jarðgöng. Verkefni sem áttu samkvæmt samgönguáætlun að hefjast ýmist árið 2022 eða 2023.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En þingnefndin vakti líka athygli á öðrum vanda með sérstakri bókun, sem skýrir afhverju mörg af boðuðum verkum í samgönguáætlun hafa ekki komist í gang. Það er misræmi milli gildandi samgönguáætlunar og fjárveitinga. Það vantar sem sagt talsvert upp á að Alþingi samþykki nægilegar fjárveitingar til þess að standa við samgönguáætlun. Þannig átti að hefja breikkun og færslu Suðurlandsvegar við Hveragerði milli Kamba og Varmár í fyrra. Það átti sömuleiðis að hefja breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur milli Hólmsár og Norðlingaholts í fyrra. Hefja átti brúarsmíði yfir Skjálfandafljót í fyrra og á Austfjörðum stóð til að hefja gerð Axarvegar og borun Fjarðarheiðarganga árið 2022, fyrir tveimur árum. Öll þessi verkefni eru í fullkominni óvissu. Samningar um smíði nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd eru sagðir á lokastigi.Vegagerðin Kannski er eina glætan áform um nýja Ölfusárbrú. Samningar við verktaka um að byggja hana í einkaframkvæmd eru sagðir á lokastigi og búist við niðurstöðu á næstu tveimur vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Alþingi Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Byggðamál Byggingariðnaður Umferðaröryggi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Óvissa um útboð næsta áfanga á Dynjandisheiði Útboð þriðja áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er í óvissu. Til stóð að bjóða verkið út í febrúar en núna fást óljós svör frá Vegagerðinni um hvort búið sé að fresta útboðinu og hve lengi því muni seinka. 7. mars 2024 12:12 Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30. janúar 2024 20:20 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að þessi fáheyrða staða tengdist því að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi treysti sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun í síðustu viku. Frá því Vegagerðin bauð út gerð vegfyllinga yfir Gufufjörð og Djúpafjörð í Gufudalssveit í septembermánuði síðastliðið haust hafa engin stór útboð verið auglýst. Þó hafði Vegagerðin kynnt á útboðsþingi í byrjun ársins fimm stórverkefni sem áttu að fara í gang á þessu ári. Úr Djúpafirði í Gufudalssveit. Gerð vegfyllinga út í Djúpafjörð og Gufufjörð til undirbúnings brúarsmíði var síðasta stóra verkútboðið hjá Vegagerðinni. Óvissa er um hvenær sjálf brúasmíðin verður boðin út.Egill Aðalsteinsson Verkefnin sem liggja í salti eru Fossvogsbrú, breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga, smíði brúa yfir firðina tvo í Gufudalssveit, næsti áfangi á Dynjandisheiði og vegagerð yfir Brekknaheiði á Langanesi. Ekkert af þessum verkum er enn farið í útboð, þótt árið sé hálfnað. Þegar fréttastofan leitaði skýringa frá Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra hafnaði hún sjónvarpsviðtali en sagði að það yrði skoðað í haust hvort eitthvert þessara verka yrði boðið út á þessu ári. Útboð í haust þýddi að framkvæmdir gætu vart hafist fyrr en á næsta ári, þannig að þetta ár virðist vera fyrir bí. Einstaka stjórnarþingmenn hafa hins vegar opinberlega gefið skýringar í fréttaviðtölum. Helsta ástæðan sé að kostnaður við Hornafjarðarfljót sé kominn langt fram úr fjárheimildum. Til að fjármagna það verk þurfi að flytja peninga úr öðrum verkum. Verkin sem bíða meðan vanfjármagnað Hornafjarðarfljót sogar til sín fjárveitingarnar.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Upphaflega stóð til að nýr vegur þvert yfir Hornafjörð yrði að helmingi greiddur með einkafjármögnun á grundvelli laga um samvinnuverkefni. Sú aðferð mislukkaðist í útboði þegar tilboð reyndust of há. Útboðið var þá endurtekið og verkið sett í gang með hefðbundinni fjármögnun, án þess að nægilegar fjárheimildir fylgdu með. Til staðar er fjárveiting upp á 2.450 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir að sama fjárhæð, 2.450 milljónir króna, kæmi á móti með einkafjármögnun. Átti verkið í heild þannig að kosta 4,9 milljarða króna. Teikning af nýju leiðinni yfir Hornafjörð.Vegagerðin Umhverfis- og samgöngunefnd þingsins stóð hins vegar frammi fyrir þeim upplýsingum að áætlaður heildarkostnaður stefndi í 8,9 milljarða króna. Þarna væri því að myndast gat upp á 6,4 milljarða króna, útgjöld sem væru án fjárheimildar. Þetta er sögð helsta ástæða þess að stjórnarmeirihlutinn treysti sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun. Fleira er þó sagt spila inn í, eins og óvissa um endurskoðun samgöngusáttmálans um borgarlínuna, óvissa um breytta gjaldtöku af umferð og óvissa um hvernig fjármagna eigi jarðgöng. Verkefni sem áttu samkvæmt samgönguáætlun að hefjast ýmist árið 2022 eða 2023.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En þingnefndin vakti líka athygli á öðrum vanda með sérstakri bókun, sem skýrir afhverju mörg af boðuðum verkum í samgönguáætlun hafa ekki komist í gang. Það er misræmi milli gildandi samgönguáætlunar og fjárveitinga. Það vantar sem sagt talsvert upp á að Alþingi samþykki nægilegar fjárveitingar til þess að standa við samgönguáætlun. Þannig átti að hefja breikkun og færslu Suðurlandsvegar við Hveragerði milli Kamba og Varmár í fyrra. Það átti sömuleiðis að hefja breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur milli Hólmsár og Norðlingaholts í fyrra. Hefja átti brúarsmíði yfir Skjálfandafljót í fyrra og á Austfjörðum stóð til að hefja gerð Axarvegar og borun Fjarðarheiðarganga árið 2022, fyrir tveimur árum. Öll þessi verkefni eru í fullkominni óvissu. Samningar um smíði nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd eru sagðir á lokastigi.Vegagerðin Kannski er eina glætan áform um nýja Ölfusárbrú. Samningar við verktaka um að byggja hana í einkaframkvæmd eru sagðir á lokastigi og búist við niðurstöðu á næstu tveimur vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Alþingi Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Byggðamál Byggingariðnaður Umferðaröryggi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Óvissa um útboð næsta áfanga á Dynjandisheiði Útboð þriðja áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er í óvissu. Til stóð að bjóða verkið út í febrúar en núna fást óljós svör frá Vegagerðinni um hvort búið sé að fresta útboðinu og hve lengi því muni seinka. 7. mars 2024 12:12 Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30. janúar 2024 20:20 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Óvissa um útboð næsta áfanga á Dynjandisheiði Útboð þriðja áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er í óvissu. Til stóð að bjóða verkið út í febrúar en núna fást óljós svör frá Vegagerðinni um hvort búið sé að fresta útboðinu og hve lengi því muni seinka. 7. mars 2024 12:12
Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30. janúar 2024 20:20
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12
Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33
Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20