Stór skref í átt að réttlæti Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 27. júní 2024 10:01 Nýsamþykkt frumvarp félags- og vinnumarkaðsherra um breytingar á lífeyriskerfinu mun bæta stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Einföldun lífeyriskerfisins, sem ÖBÍ hefur lengi barist fyrir, skiptir nefnilega verulegu máli og stuðlar að enn sterkari hagsmunabaráttu. Við fögnum því að frumvarpið hafi náð fram að ganga enda má í því finna fjölmargt til bóta fyrir örorku-og endurhæfingarlífeyristaka. Breytingar sem voru gerðar á frumvarpinu, og ÖBÍ barðist fyrir, eru sömuleiðis fagnaðarefni. Þá erum við þakklát öllum þeim sem lögðust á árarnar í baráttunni fyrir sanngjörnu, réttlátu og skilvirku kerfi. Breytingarnar taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. september árið 2025 og fyrir þann tíma er ýmislegt sem stjórnvöld þurfa að útfæra nánar. ÖBÍeru reiðubúin til að stíga inn í þá vinnu af fullum krafti. Við köllum eftir samráði og samstarfi við frekari útfærslur og umbætur. Baráttumál í höfn Við hjá ÖBÍ höfum lengi barist fyrir ýmsu því sem verður að raunveruleika þegar nýju lögin taka gildi, einkum því að dregið verði úr tekjuskerðingum og að lífeyriskerfið sjálft sé einfaldað. Með nýju lögunum heyrir tekjuskerðing frá fyrstu krónu (krónu á móti krónu skerðing) sögunni til. Í stað flókinna reglna um mismunandi tekjuskerðingar fyrir mismunandi greiðsluflokka kemur ein regla fyrir heildargreiðslur til einstaklinga. Þrír greiðsluflokkar úr fráfarandi kerfi eru sameinaðir í einn, sem er jákvætt skref. Þá ber einnig að fagna innleiðingu sjúkragreiðslna og auknum stuðningi við fólk í endurhæfingu. Árangursrík hagsmunabarátta ÖBÍ sendu inn ítarlegar umsagnir um málið, bæði í samráðsgátt og til velferðarnefndar, og sóttu að auki nefndarfundi til að tala fyrir breytingum á frumvarpinu ásamt því að hitta á fundum þingflokka. Þessi vinna bar umtalsverðan árangur. Eftir að málið fór í gegnum samráðsgáttina var bætt við ákvæðum um endurskoðun laganna innan fimm ára og skipun starfshóps, sem skiptir máli í jafn umfangsmiklum breytingum og þessum. Þegar líða fór að þinglokum fór að bera á meiri árangri og fjöldi tillagna ÖBÍ var samþykktur. Þar náðist í gegn að endurskoðun fari fram innan þriggja ára varðandi virknistyrk og reynslu af hlutaörorku. ÖBÍ, Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp munu saman skipa fulltrúa í starfshóp um endurskpðunina. Öll þau sem verða með gilt örorkumat þegar lögin taka gildi eiga þess kost að mat sitt haldi gildi ótímabundið, þurfa sem sagt ekki að undirgangast hið nýja samþætta sérfræðimat. Hlutaörorka var að kröfu ÖBÍ hækkuð úr 75% af fullum örorkulífeyri í 82% og komið var í veg fyrir að hinn nýi virknistyrkur falli alfarið niður við fyrstu krónu í tekjur. Heimilisuppbót verður einnig 6.000 kr. hærri en lagt var upp með í upphaflegu frumvarpi. Áréttað var að greiðslur muni taka breytingum við vinnslu fjárlaga 2024 Fjármálaráðuneytinu var falið að taka til efnislegrar skoðunar reglu um skerðingar lífeyris vegna fjármagnstekna maka. Þá var félagsmálaráðherra falið að gefa Alþingi skýrslu um samþætta sérfræðimatið fyrir 1. maí 2025. Það sem enn er óljóst Þessi síðustu atriði kalla á eftirfylgni. ÖBÍ munu fylgja því eftir og þrýsta á að skerðingum vegna fjármagnstekna maka verði hætt. Við köllum sömuleiðis eftir því að útfærsla á samþættu sérfræðimati, sem á að koma í stað örorkumats, liggi fyrir við fyrsta mögulega tækifæri. Ásamt því köllum við eftir samráði við þá útfærslu. Samþætt sérfræðimat á, samkvæmt frumvarpinu, að felast í því að litið er til fleiri þátta en einungis læknisfræðilegs mats. Jafnframt verði litið til andlegrar og félagslegrar færni, áfalla og umhverfislegraþátta. Fatlað fólk í fátækt Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu munu greiðslur til 95% örorkulífeyristaka hækka með gildistöku laganna. Þó er mikilvægt að taka fram að frumvarpið sneri ekki sérstaklega að kjarabótum og munum við berjast áfram fyrir þeim, enda rík þörf á. Þótt dregið hafi verið úr skerðingum og þótt lífeyrir flestra hækki mögulega lítillega við þessar breytingar er fjárhagsstaða vaxandi hluta fatlaðs fólks svo slæm að umbætur á henni þola hreinlega ekki bið. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ undir lok síðasta árs býr ríflega þriðjungur við fátækt eða sárafátækt og mikill meirihluti á erfitt með að ná endum saman. Tæplega sjö af hverjum tíu ráða ekki við óvænt útgjöld og meiri en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri en hún var ári fyrr. Við hjá ÖBÍ fögnum þeim góða árangri sem náðist með samþykkt frumvarpsins og þeim breytingum sem það tók. Þessi árangur mun styrkja hagsmunabaráttu ÖBÍ í þágu fatlaðs fólks enn frekar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt frumvarp félags- og vinnumarkaðsherra um breytingar á lífeyriskerfinu mun bæta stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Einföldun lífeyriskerfisins, sem ÖBÍ hefur lengi barist fyrir, skiptir nefnilega verulegu máli og stuðlar að enn sterkari hagsmunabaráttu. Við fögnum því að frumvarpið hafi náð fram að ganga enda má í því finna fjölmargt til bóta fyrir örorku-og endurhæfingarlífeyristaka. Breytingar sem voru gerðar á frumvarpinu, og ÖBÍ barðist fyrir, eru sömuleiðis fagnaðarefni. Þá erum við þakklát öllum þeim sem lögðust á árarnar í baráttunni fyrir sanngjörnu, réttlátu og skilvirku kerfi. Breytingarnar taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. september árið 2025 og fyrir þann tíma er ýmislegt sem stjórnvöld þurfa að útfæra nánar. ÖBÍeru reiðubúin til að stíga inn í þá vinnu af fullum krafti. Við köllum eftir samráði og samstarfi við frekari útfærslur og umbætur. Baráttumál í höfn Við hjá ÖBÍ höfum lengi barist fyrir ýmsu því sem verður að raunveruleika þegar nýju lögin taka gildi, einkum því að dregið verði úr tekjuskerðingum og að lífeyriskerfið sjálft sé einfaldað. Með nýju lögunum heyrir tekjuskerðing frá fyrstu krónu (krónu á móti krónu skerðing) sögunni til. Í stað flókinna reglna um mismunandi tekjuskerðingar fyrir mismunandi greiðsluflokka kemur ein regla fyrir heildargreiðslur til einstaklinga. Þrír greiðsluflokkar úr fráfarandi kerfi eru sameinaðir í einn, sem er jákvætt skref. Þá ber einnig að fagna innleiðingu sjúkragreiðslna og auknum stuðningi við fólk í endurhæfingu. Árangursrík hagsmunabarátta ÖBÍ sendu inn ítarlegar umsagnir um málið, bæði í samráðsgátt og til velferðarnefndar, og sóttu að auki nefndarfundi til að tala fyrir breytingum á frumvarpinu ásamt því að hitta á fundum þingflokka. Þessi vinna bar umtalsverðan árangur. Eftir að málið fór í gegnum samráðsgáttina var bætt við ákvæðum um endurskoðun laganna innan fimm ára og skipun starfshóps, sem skiptir máli í jafn umfangsmiklum breytingum og þessum. Þegar líða fór að þinglokum fór að bera á meiri árangri og fjöldi tillagna ÖBÍ var samþykktur. Þar náðist í gegn að endurskoðun fari fram innan þriggja ára varðandi virknistyrk og reynslu af hlutaörorku. ÖBÍ, Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp munu saman skipa fulltrúa í starfshóp um endurskpðunina. Öll þau sem verða með gilt örorkumat þegar lögin taka gildi eiga þess kost að mat sitt haldi gildi ótímabundið, þurfa sem sagt ekki að undirgangast hið nýja samþætta sérfræðimat. Hlutaörorka var að kröfu ÖBÍ hækkuð úr 75% af fullum örorkulífeyri í 82% og komið var í veg fyrir að hinn nýi virknistyrkur falli alfarið niður við fyrstu krónu í tekjur. Heimilisuppbót verður einnig 6.000 kr. hærri en lagt var upp með í upphaflegu frumvarpi. Áréttað var að greiðslur muni taka breytingum við vinnslu fjárlaga 2024 Fjármálaráðuneytinu var falið að taka til efnislegrar skoðunar reglu um skerðingar lífeyris vegna fjármagnstekna maka. Þá var félagsmálaráðherra falið að gefa Alþingi skýrslu um samþætta sérfræðimatið fyrir 1. maí 2025. Það sem enn er óljóst Þessi síðustu atriði kalla á eftirfylgni. ÖBÍ munu fylgja því eftir og þrýsta á að skerðingum vegna fjármagnstekna maka verði hætt. Við köllum sömuleiðis eftir því að útfærsla á samþættu sérfræðimati, sem á að koma í stað örorkumats, liggi fyrir við fyrsta mögulega tækifæri. Ásamt því köllum við eftir samráði við þá útfærslu. Samþætt sérfræðimat á, samkvæmt frumvarpinu, að felast í því að litið er til fleiri þátta en einungis læknisfræðilegs mats. Jafnframt verði litið til andlegrar og félagslegrar færni, áfalla og umhverfislegraþátta. Fatlað fólk í fátækt Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu munu greiðslur til 95% örorkulífeyristaka hækka með gildistöku laganna. Þó er mikilvægt að taka fram að frumvarpið sneri ekki sérstaklega að kjarabótum og munum við berjast áfram fyrir þeim, enda rík þörf á. Þótt dregið hafi verið úr skerðingum og þótt lífeyrir flestra hækki mögulega lítillega við þessar breytingar er fjárhagsstaða vaxandi hluta fatlaðs fólks svo slæm að umbætur á henni þola hreinlega ekki bið. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ undir lok síðasta árs býr ríflega þriðjungur við fátækt eða sárafátækt og mikill meirihluti á erfitt með að ná endum saman. Tæplega sjö af hverjum tíu ráða ekki við óvænt útgjöld og meiri en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri en hún var ári fyrr. Við hjá ÖBÍ fögnum þeim góða árangri sem náðist með samþykkt frumvarpsins og þeim breytingum sem það tók. Þessi árangur mun styrkja hagsmunabaráttu ÖBÍ í þágu fatlaðs fólks enn frekar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun