Los Angeles Lakers valdi Bronny með 55. valrétti í nýliðavalinu. LeBron leikur einmitt með Lakers og feðgarnir gætu því spilað saman á næsta tímabili.
Nokkrum klukkutímum eftir að Bronny var valinn í nýliðavalinu birti LeBron nokkrar myndir og myndbönd af þeim feðgum á Instagram. „Arfleið!“ skrifaði hann við færsluna.
Bronny fór í hjartastopp á æfingu með liði háskólans í Suður-Karólínu síðasta sumar og var í kjölfarið greindur með meðfæddan og meðhöndlanlegan hjartagalla. Hann sneri aftur á völlinn um mitt tímabil og var með 4,8 stig, 2,8 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á þeim tæpu tuttugu mínútum sem hann spilaði í leik.
Samningur LeBrons við Lakers rennur senn út en hann hefur til 29. júní til að virkja ákvæði í honum til að halda áfram að spila með liðinu. Allar líkur eru á að hann geri það og freisti þess að spila með syni sínum í vetur. Ef af því verður verða þeir fyrstu feðgarnir til að spila saman í NBA.
LeBron, sem verður fertugur í lok árs, hefur leikið með Lakers frá 2019. Hann varð meistari með liðinu 2020.