Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2024 14:36 Frá vegagerð á Dynjandisheiði síðastliðið haust. VERKÍS/JÓHANN BIRKIR HELGASON „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Ályktunin er send út vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í framkvæmdum í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði og vísað í frétt Stöðvar 2 í fyrradag um að öll stór verkútboð hafi legið í salti hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og að horfur séu á að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Vestfjarðastofa er sameiginleg hagsmunastofnun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Horft frá Hallsteinsnesi yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Óvíst er hvenær brúasmíði yfir firðina hefst en þverun fjarðanna er ætlað að leysa af veginn yfir Ódrjúgsháls. Egill Aðalsteinsson „Minnt er á að í samþykkt Alþingis um breytingar á samgönguáætlun 2021 átti framkvæmdum að ljúka í Gufudalssveit nú á árinu 2024 og á Dynjandisheiði 2025. Endurskoða varð þessi áform með vísan til hækkunar kostnaðar og aukinna öryggiskrafna og í framhaldinu voru sett fram loforð um að um samhangandi framkvæmdir yrði að ræða og við það hefur verið staðið þar til á þessu ári. Ljóst er því að óbreyttu, munu gríðarlegar framkvæmdir síðustu ára ekki koma til með að nýtast þar sem enn eru erfiðir kaflar sem tefja og hamla för,” segja Vestfirðingarnir. Frá veginum um Ódrjúgsháls. Horfur eru á að þessi vegarkafli verði áfram hluti Vestfjarðavegar næstu árin.Egill Aðalsteinsson „Enn lengist því í að stjórnvöld greiði niður hina háu viðhaldsskuld, sem safnast hefur upp gegnum áratugi og leitt til þess að vestfirsk samfélög hafa mátt sitja eftir við uppbyggingu sjálfsagðra innviða. Þessi staða hefur leitt til mikils ójafnræðis á stöðu innviða og þjónustu á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta og slakari samkeppnisstöðu atvinnulífs. Staða samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum er þar lökust og þar eru einu samfélögin á landinu með þéttbýliskjarna yfir 1000 íbúa sem þurfa að búa við að ekki er hægt að aka á milli landshluta á bundnu slitlagi. Það vekur furðu að nú stefni í að fleiri ár muni líða þar sem verður ekið með þúsundir tonna af sjávarfangi yfir hinn 70 ára gamla, ónýta veg um Ódrjúgsháls. Ljóst er öllum að þessi staða er með öllu óásættanleg. Stjórn Vestfjarðastofu beinir því til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og Vegagerðarinnar að tryggja að unnið verði eftir gildandi samgönguáætlun og verkefni í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði boðin út strax í sumar,” segir í ályktuninni. Hér fréttin sem ályktunin vísar í: Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Alþingi Byggðamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Ályktunin er send út vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í framkvæmdum í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði og vísað í frétt Stöðvar 2 í fyrradag um að öll stór verkútboð hafi legið í salti hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og að horfur séu á að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Vestfjarðastofa er sameiginleg hagsmunastofnun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Horft frá Hallsteinsnesi yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Óvíst er hvenær brúasmíði yfir firðina hefst en þverun fjarðanna er ætlað að leysa af veginn yfir Ódrjúgsháls. Egill Aðalsteinsson „Minnt er á að í samþykkt Alþingis um breytingar á samgönguáætlun 2021 átti framkvæmdum að ljúka í Gufudalssveit nú á árinu 2024 og á Dynjandisheiði 2025. Endurskoða varð þessi áform með vísan til hækkunar kostnaðar og aukinna öryggiskrafna og í framhaldinu voru sett fram loforð um að um samhangandi framkvæmdir yrði að ræða og við það hefur verið staðið þar til á þessu ári. Ljóst er því að óbreyttu, munu gríðarlegar framkvæmdir síðustu ára ekki koma til með að nýtast þar sem enn eru erfiðir kaflar sem tefja og hamla för,” segja Vestfirðingarnir. Frá veginum um Ódrjúgsháls. Horfur eru á að þessi vegarkafli verði áfram hluti Vestfjarðavegar næstu árin.Egill Aðalsteinsson „Enn lengist því í að stjórnvöld greiði niður hina háu viðhaldsskuld, sem safnast hefur upp gegnum áratugi og leitt til þess að vestfirsk samfélög hafa mátt sitja eftir við uppbyggingu sjálfsagðra innviða. Þessi staða hefur leitt til mikils ójafnræðis á stöðu innviða og þjónustu á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta og slakari samkeppnisstöðu atvinnulífs. Staða samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum er þar lökust og þar eru einu samfélögin á landinu með þéttbýliskjarna yfir 1000 íbúa sem þurfa að búa við að ekki er hægt að aka á milli landshluta á bundnu slitlagi. Það vekur furðu að nú stefni í að fleiri ár muni líða þar sem verður ekið með þúsundir tonna af sjávarfangi yfir hinn 70 ára gamla, ónýta veg um Ódrjúgsháls. Ljóst er öllum að þessi staða er með öllu óásættanleg. Stjórn Vestfjarðastofu beinir því til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og Vegagerðarinnar að tryggja að unnið verði eftir gildandi samgönguáætlun og verkefni í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði boðin út strax í sumar,” segir í ályktuninni. Hér fréttin sem ályktunin vísar í:
Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Alþingi Byggðamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22