Úr samkeppni í einokun? Sigríður Margrét Oddsdóttir og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir skrifa 29. júní 2024 14:31 Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Anna Hrefna Ingimundardóttir Samkeppnismál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun