Sport

Eng­land heims­meistari í fimmta sinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luke Humphries og Michael Smith tryggðu Englendingum heimsmeistaratitilinn í pílukasti í kvöld.
Luke Humphries og Michael Smith tryggðu Englendingum heimsmeistaratitilinn í pílukasti í kvöld. Arne Dedert/picture alliance via Getty Images

Englendingar tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í pílukasti er liðið vann það austurríska í úrslitum, 10-6.

Það voru þeir Luke Humphries og Michael Smith sem skipuðu enska liðið, en þetta var í fyrsta sinn sem heimsmeistarinn Humphries er í liðinu á HM. Michael Smith var hins vegar að taka þátt í fimmta sinn, en þetta var hans fyrsti titill.

Í austurríska liðinu voru þeir Mensur Suljovic og Rowby-John Rodriguez, en þeir hafa verið liðsfélagar á mótinu frá árinu 2020. Suljovic hefur verið í liðinu frá því að mótið var fyrst haldið árið 2010.

Átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitin voru spiluð í dag. Englendingar unnu Norður-Íra og Skota á leið sinni í úrslitin, en Austurríkismenn slógu Króata og Belga úr leik. Þeir ensku höfðu þó nokkra yfirburði í úrslitunum og unnu að lokum 10-6.

Þetta var fimmti heimsmeistaratitill Englendinga og eru þeir nú orðnir sigursælasta þjóð mótsins frá upphafi. Austurríkismenn voru hins vegar að taka þátt í úrslitum í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×