Þetta kemur fram í tilkynningu frá Albotech um áætlaða rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs og fyrri helmingi árisins.
Fyrirtækið áætlar að tekjur af sölu á hliðstæðunum við Humira og Stelara á alþjóðlegum mörkuðum séu á bilinu 51 til 54 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi og sölutekjur 63 til 66 milljónir dala. Er það um 180 prósenta vöxtur miðað við sama tímabils í fyrra.
„Við erum afar ánægð með þessa áætluðu niðurstöðu annars ársfjórðungs, sem byggir á umtalsverðum vexti bæði í sölu og áfangagreiðslum. Við gerum einnig ráð fyrir metafkomu af rekstri félagsins, með jákvæðri leiðréttri EBITDA framlegð í fyrsta sinn á fjórðungi og árshelmingi. Við búumst við að þessi niðurstaða, og endurfjármögnun félagsins, verði undirstaða vaxtar og jákvæðrar leiðréttrar EBITDA framlegðar á árinu í heild,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech.
Í tilkynningunni kemur fram að búist sé við met leiðréttri EBITDA framlegð á ársfjórðunginum. Áætluð leiðrétt hennar sé á bilinu 98 til 103 milljónir dala eða 60 til 65 milljónir dala á fyrri helmingi ársins. Á sama tímabili í fyrra var leiðrétt EBITDA framlegð neikvæðar 178 milljónir dala.