Í kvöldfréttum fer lektor við Háskóla Íslands yfir stöðu mála í Bandaríkjunum en hæstiréttur þar í landi úrskurðaði í gær um friðhelgi forseta frá ákærum, vegna verka hans í embætti. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt niðurstöðu dómstólsins mjög.
Við heyrum í kjósendum á Bretlandseyjum en þeir ganga að kjörborðinu eftir tvo daga. Mikil óánægja er með sitjandi ríkisstjórn.
Í kvöldfréttunum verða paprikur krufnar en nýlega vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum að kvenkyns paprikur eru sagðar bragðbetri. Og við kíkjum á námskeið í því hvernig standa á, á vatnabretti.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.