Árið er 2024 Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 3. júlí 2024 15:30 Í síðustu viku birtist grein með yfirskriftinni „Árið er 1990“ frá Rebekku Hilmarsdóttur á Patreksfirði. Þar er fullyrt að upplifun á ástandi vega á Vestfjörðum og Vesturlandi séu enn í dag í því ástandi og var á árinu 1990, eða fyrir aldarfjórðung. Rebekka talar um að í boði séu margar gerðir að vegum, það er rétt. Ef við fylgjum þjóðvegi nr.1 frá Hvalfjarðargöngum, beygjum inn á á þjóðveg 60 og tökum hringveginn á Vestfjörðum þá eru það allt frá malbikuðum vegum, vegir lagðir klæðningu, vegir sem voru klæddir en hafa verið afklæddir og upprunalegir malarvegir sem ætti frekar að friða en keyra og allt kerfið kemur fyrir í margvíslegu ástandi. En það verður varla sagt að sama staða sé á vegakerfinu á Vestfjörðum eins og það var árið 1990 þegar allur hringvegurinn á Vestfjörðum var malarvegur. Síðan eru liðin mörg ár og margar smáar og stórar framkvæmdir verið í gangi, eins og þrenn jarðgöng og þau síðustu opnuð árið 2020. Það voru stórtíðindi árið 2009 þegar hægt var að keyra á bundnu slitlagi frá Reykjavík um Djúp til Bolungarvíkur, já ! það var ekki fyrr en þá. Þeir sem ferðast frá Reykjavík í Vesturbyggð eiga enn eftir að upplífa það sama. Undanfarin ár hafa miklar framkvæmdir verið í gangi. Uppbygging vega í Vatnsfirði og Kjálkafirði á öðrum áratugnum og endurbygging og breikkun vega í Hestfirði, Seyðisfirði og í botni Álftafjarðar lauk árið 2021, svo bara sé talað um stórar framkvæmdir. Í samþykktri samgönguáætlun árið 2020 var lögð sérstök áhersla á vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og þá sérstaklega framkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng voru opnuð á því ári og horft var á að halda áfram vegabótum á sunnanverðum fjórðungnum. Vegbætur á Dynjandisheiðinni áttu að standa fram á árið 2025. Þá væri þessum hring lokið. Það má nefna fleiri verkefni á fyrrnefndri leið eins og framkvæmdir við breikkun vegar á Vesturlandsvegi. Framkvæmdir við vegabætur í Gufudalssveit eru í gangi þar sem unnið er að fyllingum að brúm í tveimur fjörðum. Það er rétt að mörgum dempurum og dekkjaskiptum síðar er óvissa um að markmiðinu verði náð á tiltækum tíma, en markmið gildandi samgönguáætlunar eru enn í fullu gildi. Samkeppnisfærir vegir Þrátt fyrir nokkur áföll og töfum við Teigskóg, þá hefur þetta gengið nokkuð vel en er ekki lokið. Eftir er að setja tvær brýr yfir Djúpafjörð og Gufufjörð í útboð og síðasti kafli Dynjandisheiðarinnar er ekki kominn í útboð. Heiðinni var skipt upp í þrjá áfanga og er tveimur að ljúka. Í þessum rituðu orðum er verið að leggja bundið slitlag á annan kaflann og gengið hefur verið til samninga við Suðurverk um að halda áfram með 900 m. og þá er 6 km kafli eftir. Þeir 6. km eru síðan 1959 og ættu fyrir löngu að heyra sögunni til sem og Ódrjúgsháls, þessir kaflar eru frá dögum svart hvítu kvikmyndanna og ef ekki þeirra þöglu. En þegar fyrrgreindum markmiðum verður náð gætum við farið að tala um samkeppnisfæra vegi við aðra landshluta, eða hvað? Eru vegir á Snæfellsnesi, Vesturlandi og Norðurlandi eitthvað sem við viljum bera okkur saman við? Vestfirðingar eiga stoltir að krefjast nútíma vega, við eigum það inni og fleiri vegakafla má nefna eins og á milli þéttbýlisstaða í Vesturbyggð. Á vormánuðum gáfu sig klæðningar í Dölunum og á Snæfellsnesi vegna álags, þetta eru vegir sem ekki eru gerðir fyrir þá miklu umferð og þungaflutninga sem fara um þá. Þeir vegakaflar hér á Vestfjörðum sem byggðir hafa verið upp á síðasta áratug standast kröfur um vaxandi umferð og þunga og þannig viljum við hafa það um allt land. Á langri leið Gildandi samgönguáætlun var samþykkt á vordögum 2020, síðan þá hefur margt gengið á, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldsumbrot á Reykjanesi, allt þetta hefur sett strik í reikninginn í bókstaflegri merkingu Samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi á haustdögum 2023. Ekki náðist að samþykkja hana í lok þingsins í vor, þar voru áætlaðir 10.1 ma. kr í vegaframkvæmdir á Vestfjörðum á næstu fjórum árum. Já það eru vonbrigði að ekki náðist að klára hana ! vægast sagt. Nokkrar ástæður lágu þar að baki má þar nefna að stórar framkvæmdir hafa farið mikið framúr vegna hækkunar á verðlagi. Vinna verkefnastofu um gjaldtöku samvinnuverkefna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi og hefur það áhrif á framkvæmdir á öðrum svæðum en hér um ræðir. Forsendur samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu eru nú til endurskoðunar og var ekki lokið en er á lokametrunum. Viðhaldsframkvæmdir hafa farið umfram fjárheimildir á síðastliðnum tveimur árum m.a. vegna verðlagshækkana. Hvenær er verkinu lokið? Á Íslandi er vegakerfið margþætt og langt. Það verður seint sem við getum sagt að samgöngubótum sé lokið. Það er viðvarandi verkefni og strangt, samfélög breytast og þarfirnar með. Þess vegna eigum við að vera á vaktinni, bæði sem stjórnmálamenn og líka íbúar svæða sem berjast fyrir bættum samgöngum. Það þarf líka að vera opinn fyrir nýjum leiðum og tækni til að flýta umbótum á vegakerfinu. Nefna má í þessu sambandi að setja á notendagjöld í umferðinni um allt land eins og víðast er gert um allan heim. Það er líka nauðsynlegt að hægt verði að hraða breytingum á notendagjöldum í umferðinni í takt við orkuskiptin og flýtun verkefna. Svo má ylja sér við að ný tækni sem nefnist kyndilborun við jarðgöng verði innan einhvers tíma að veruleika. Við eigum ekki að gefast upp við verðum að fá þessar framkvæmdir sem skrifað var upp á í samgönguáætlun 2020. Um það getum við öll verðið sammála. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. ·Vegvísir.is – hægt er að fylgjast með stöðu allra samgönguframkvæmda á Vestfjörðum á upplýsingvefnum Vegvísihttps://www.vegvisir.is/kortasja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Samgöngur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist grein með yfirskriftinni „Árið er 1990“ frá Rebekku Hilmarsdóttur á Patreksfirði. Þar er fullyrt að upplifun á ástandi vega á Vestfjörðum og Vesturlandi séu enn í dag í því ástandi og var á árinu 1990, eða fyrir aldarfjórðung. Rebekka talar um að í boði séu margar gerðir að vegum, það er rétt. Ef við fylgjum þjóðvegi nr.1 frá Hvalfjarðargöngum, beygjum inn á á þjóðveg 60 og tökum hringveginn á Vestfjörðum þá eru það allt frá malbikuðum vegum, vegir lagðir klæðningu, vegir sem voru klæddir en hafa verið afklæddir og upprunalegir malarvegir sem ætti frekar að friða en keyra og allt kerfið kemur fyrir í margvíslegu ástandi. En það verður varla sagt að sama staða sé á vegakerfinu á Vestfjörðum eins og það var árið 1990 þegar allur hringvegurinn á Vestfjörðum var malarvegur. Síðan eru liðin mörg ár og margar smáar og stórar framkvæmdir verið í gangi, eins og þrenn jarðgöng og þau síðustu opnuð árið 2020. Það voru stórtíðindi árið 2009 þegar hægt var að keyra á bundnu slitlagi frá Reykjavík um Djúp til Bolungarvíkur, já ! það var ekki fyrr en þá. Þeir sem ferðast frá Reykjavík í Vesturbyggð eiga enn eftir að upplífa það sama. Undanfarin ár hafa miklar framkvæmdir verið í gangi. Uppbygging vega í Vatnsfirði og Kjálkafirði á öðrum áratugnum og endurbygging og breikkun vega í Hestfirði, Seyðisfirði og í botni Álftafjarðar lauk árið 2021, svo bara sé talað um stórar framkvæmdir. Í samþykktri samgönguáætlun árið 2020 var lögð sérstök áhersla á vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og þá sérstaklega framkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng voru opnuð á því ári og horft var á að halda áfram vegabótum á sunnanverðum fjórðungnum. Vegbætur á Dynjandisheiðinni áttu að standa fram á árið 2025. Þá væri þessum hring lokið. Það má nefna fleiri verkefni á fyrrnefndri leið eins og framkvæmdir við breikkun vegar á Vesturlandsvegi. Framkvæmdir við vegabætur í Gufudalssveit eru í gangi þar sem unnið er að fyllingum að brúm í tveimur fjörðum. Það er rétt að mörgum dempurum og dekkjaskiptum síðar er óvissa um að markmiðinu verði náð á tiltækum tíma, en markmið gildandi samgönguáætlunar eru enn í fullu gildi. Samkeppnisfærir vegir Þrátt fyrir nokkur áföll og töfum við Teigskóg, þá hefur þetta gengið nokkuð vel en er ekki lokið. Eftir er að setja tvær brýr yfir Djúpafjörð og Gufufjörð í útboð og síðasti kafli Dynjandisheiðarinnar er ekki kominn í útboð. Heiðinni var skipt upp í þrjá áfanga og er tveimur að ljúka. Í þessum rituðu orðum er verið að leggja bundið slitlag á annan kaflann og gengið hefur verið til samninga við Suðurverk um að halda áfram með 900 m. og þá er 6 km kafli eftir. Þeir 6. km eru síðan 1959 og ættu fyrir löngu að heyra sögunni til sem og Ódrjúgsháls, þessir kaflar eru frá dögum svart hvítu kvikmyndanna og ef ekki þeirra þöglu. En þegar fyrrgreindum markmiðum verður náð gætum við farið að tala um samkeppnisfæra vegi við aðra landshluta, eða hvað? Eru vegir á Snæfellsnesi, Vesturlandi og Norðurlandi eitthvað sem við viljum bera okkur saman við? Vestfirðingar eiga stoltir að krefjast nútíma vega, við eigum það inni og fleiri vegakafla má nefna eins og á milli þéttbýlisstaða í Vesturbyggð. Á vormánuðum gáfu sig klæðningar í Dölunum og á Snæfellsnesi vegna álags, þetta eru vegir sem ekki eru gerðir fyrir þá miklu umferð og þungaflutninga sem fara um þá. Þeir vegakaflar hér á Vestfjörðum sem byggðir hafa verið upp á síðasta áratug standast kröfur um vaxandi umferð og þunga og þannig viljum við hafa það um allt land. Á langri leið Gildandi samgönguáætlun var samþykkt á vordögum 2020, síðan þá hefur margt gengið á, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldsumbrot á Reykjanesi, allt þetta hefur sett strik í reikninginn í bókstaflegri merkingu Samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi á haustdögum 2023. Ekki náðist að samþykkja hana í lok þingsins í vor, þar voru áætlaðir 10.1 ma. kr í vegaframkvæmdir á Vestfjörðum á næstu fjórum árum. Já það eru vonbrigði að ekki náðist að klára hana ! vægast sagt. Nokkrar ástæður lágu þar að baki má þar nefna að stórar framkvæmdir hafa farið mikið framúr vegna hækkunar á verðlagi. Vinna verkefnastofu um gjaldtöku samvinnuverkefna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi og hefur það áhrif á framkvæmdir á öðrum svæðum en hér um ræðir. Forsendur samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu eru nú til endurskoðunar og var ekki lokið en er á lokametrunum. Viðhaldsframkvæmdir hafa farið umfram fjárheimildir á síðastliðnum tveimur árum m.a. vegna verðlagshækkana. Hvenær er verkinu lokið? Á Íslandi er vegakerfið margþætt og langt. Það verður seint sem við getum sagt að samgöngubótum sé lokið. Það er viðvarandi verkefni og strangt, samfélög breytast og þarfirnar með. Þess vegna eigum við að vera á vaktinni, bæði sem stjórnmálamenn og líka íbúar svæða sem berjast fyrir bættum samgöngum. Það þarf líka að vera opinn fyrir nýjum leiðum og tækni til að flýta umbótum á vegakerfinu. Nefna má í þessu sambandi að setja á notendagjöld í umferðinni um allt land eins og víðast er gert um allan heim. Það er líka nauðsynlegt að hægt verði að hraða breytingum á notendagjöldum í umferðinni í takt við orkuskiptin og flýtun verkefna. Svo má ylja sér við að ný tækni sem nefnist kyndilborun við jarðgöng verði innan einhvers tíma að veruleika. Við eigum ekki að gefast upp við verðum að fá þessar framkvæmdir sem skrifað var upp á í samgönguáætlun 2020. Um það getum við öll verðið sammála. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. ·Vegvísir.is – hægt er að fylgjast með stöðu allra samgönguframkvæmda á Vestfjörðum á upplýsingvefnum Vegvísihttps://www.vegvisir.is/kortasja
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun