Segja Ásgeir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 15:54 Isavia Innanlandsflugvellir standa fast á sínu, segja Ásgeir Helga hafa lagt í P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum. Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira