Ert þú í góðu netsambandi? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. júlí 2024 11:00 Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netöryggi Sveitarstjórnarmál Fjarskipti Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar