Engin gúrka hjá Blaðamannafélaginu Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Freyja Steingrímsdóttir skrifa 5. júlí 2024 07:00 Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum. Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín. Eftirfarandi voru örfá af stærstu verkefnum frá áramótum: Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum. Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags. Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum. Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar. Þar má nefna úttekt og breytingu á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs, nýjar starfsreglur og gerð fjárhagsáætlunar í fyrsta skipti. Ráðist var í stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks og unnin samskiptastefna til að móta lykilskilaboð og áherslur til næstu missera eftir að könnun var gerð á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla. Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar fyrir félagsfólk og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust. Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi. Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku. Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Sigríður Dögg Auðunsdóttir Freyja Steingrímsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum. Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín. Eftirfarandi voru örfá af stærstu verkefnum frá áramótum: Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum. Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags. Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum. Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar. Þar má nefna úttekt og breytingu á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs, nýjar starfsreglur og gerð fjárhagsáætlunar í fyrsta skipti. Ráðist var í stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks og unnin samskiptastefna til að móta lykilskilaboð og áherslur til næstu missera eftir að könnun var gerð á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla. Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar fyrir félagsfólk og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust. Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi. Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku. Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Sigríður Dögg Auðunsdóttir Freyja Steingrímsdóttir
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun