Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 13:07 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti nýjum íbúum sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi. Árborg Mannfjöldi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi.
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira