Flestir treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 14:26 Forrysta endurnýjaðrar ríkisstjórnar: Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sjötíu og tvö prósent landsmanna treysta ríkisstjórninni verr eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Hins vegar treysta ellefu prósent ríkisstjórninni betur eftir að Bjarni tók við stjórnartaumunum en átján prósent jafn mikið. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. Könnunin fór fram 26. júní til 1. júlí á þessu ári, en svarendur voru 1098 talsins. Svarendur voru spurðir hvort þeir treystu ríkisstjórninni betur eða verr eftir að Bjarni tók við forsætisráðuneytinu en formleg lyklaskipti urðu á milli Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur þann tíunda apríl síðastliðinn, en í dag eru níutíu dagar síðan hann tók við embættinu. Í raun sögðust 57,4 prósent treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við, 14,5 prósent sögðust treysta henni verr, 17,6 prósent jafn mikið, 4,9 prósent treysta henni aðeins betur, og 5,6 prósent miklu betur. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysta ríkisstjórn Bjarna best. 44,5 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn treysta ríkisstjórninni betur eftir að hann tók við. 40,4 prósent jafn mikið, og 15,1 prósent verr. Miðflokks- og Framsóknarmenn treysta endurnýjuðu ríkisstjórninni næst mest. 23 prósent Miðflokksmanna og 13,6 próesent Framsóknarmanna treysta henni betur með Bjarna í brúnni. Óánægjan er mest hjá Pírötum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. 98,6 prósent Pírata treysta stjórninni verr, 93,6 prósent Samfylkingarmanna og 94,4 prósent Vinstri grænna eru á sama máli. Í skoðanakönnun Maskínu var einnig spurt út í hversu líklegt eða ólíklegt svarendum þykji að ríkisstjórnin sitji út núverandi kjörtímabil. 37 prósent segja það líklegt, 40 prósent ólíklegt og 23 prósent segja það í meðallagi líklegt. Þá voru svarendur spurðir hversu mikið eða lítið þeim þætti ríkisstjórnin hafa gert til að lækka vexti og verðbólgu á Íslandi. 5 prósent sögðu mikið en 81 prósent lítið. 15 prósent sögðu í meðallagi. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Könnunin fór fram 26. júní til 1. júlí á þessu ári, en svarendur voru 1098 talsins. Svarendur voru spurðir hvort þeir treystu ríkisstjórninni betur eða verr eftir að Bjarni tók við forsætisráðuneytinu en formleg lyklaskipti urðu á milli Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur þann tíunda apríl síðastliðinn, en í dag eru níutíu dagar síðan hann tók við embættinu. Í raun sögðust 57,4 prósent treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við, 14,5 prósent sögðust treysta henni verr, 17,6 prósent jafn mikið, 4,9 prósent treysta henni aðeins betur, og 5,6 prósent miklu betur. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysta ríkisstjórn Bjarna best. 44,5 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn treysta ríkisstjórninni betur eftir að hann tók við. 40,4 prósent jafn mikið, og 15,1 prósent verr. Miðflokks- og Framsóknarmenn treysta endurnýjuðu ríkisstjórninni næst mest. 23 prósent Miðflokksmanna og 13,6 próesent Framsóknarmanna treysta henni betur með Bjarna í brúnni. Óánægjan er mest hjá Pírötum, Samfylkingunni og Vinstri grænum. 98,6 prósent Pírata treysta stjórninni verr, 93,6 prósent Samfylkingarmanna og 94,4 prósent Vinstri grænna eru á sama máli. Í skoðanakönnun Maskínu var einnig spurt út í hversu líklegt eða ólíklegt svarendum þykji að ríkisstjórnin sitji út núverandi kjörtímabil. 37 prósent segja það líklegt, 40 prósent ólíklegt og 23 prósent segja það í meðallagi líklegt. Þá voru svarendur spurðir hversu mikið eða lítið þeim þætti ríkisstjórnin hafa gert til að lækka vexti og verðbólgu á Íslandi. 5 prósent sögðu mikið en 81 prósent lítið. 15 prósent sögðu í meðallagi.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira