Jóhannes Karl vill íslenskan kjarna í Danmörku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 20:15 Jóhannes Karl hefur þjálfað ÍA og HK hér á landi. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, nýráðinn þjálfari AB í dönsku C-deildinni í knattspyrnu, er með einn Íslending í sínum röðum og vill að því virðist fjölga þeim til muna. Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira