Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júlí 2024 13:57 Lagt er til að Landspítalinn hanni verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira
Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira