Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 20:48 Silja Dögg segir að samfélagið sé að breytast hratt, og nauðsynlegt sé að hafa skýra löggjöf um hluti eins og umskurð barna. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg. Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg.
Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29
Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00