Elísabet aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum: „Virkilega svekkjandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 07:31 Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð í fimmtánda sæti á Evrópumótinu í Róm en hún keppti þar stuttu eftir langt ferðalag frá Bandaríkjunum. @elisabet0 Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir átti frábært tímabil en því miður hennar vegna þá endaði tímabilið í byrjun júlí en ekki á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Í vikunni varð það nefnilega endanlega ljóst að Elísabet væri ekki ein af þeim Íslendingum sem fá að keppa á Ólympíuleikunum í París. „Frábært tímabil heilt yfir en það er virkilega svekkjandi að vera aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet Rut. Það er hægt að taka undir það að þetta var frábært tímabil en hún bætti Íslandsmetið þrisvar sinnum og varð fyrsta íslenska konan til að kasta sleggjunni yfir sjötíu metra. Lengsta kastið og núverandi Íslandsmet er 70,47 metra kast í byrjun júnímánaðar. „Það er súrsætt að vera svona ofboðslega nálægt því að upplifa drauminn um að keppa á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet. Hún er bara 22 ára gömul og fær vonandi tækifæri til að keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. „Ég er svo stolt af þeirri miklu vinnu sem ég lagði á mig á öllu þessu tímabili. Ég er um leið sorgmædd yfir því að það dugði ekki,“ skrifaði Elísabet. Hún gerði frábæra hluti í keppni bandarísku háskólanna þar sem hún varð háskólameistari NCAA í byrjun júní. Elísabet setti Íslandsmetið þegar hún tryggði sér sigurinn. „Núna er kominn tími á að hvíla sig og byrja síðan aftur á fullu,“ skrifaði Elísabet eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Rut Rúnarsdóttir (@elisabet0) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Í vikunni varð það nefnilega endanlega ljóst að Elísabet væri ekki ein af þeim Íslendingum sem fá að keppa á Ólympíuleikunum í París. „Frábært tímabil heilt yfir en það er virkilega svekkjandi að vera aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet Rut. Það er hægt að taka undir það að þetta var frábært tímabil en hún bætti Íslandsmetið þrisvar sinnum og varð fyrsta íslenska konan til að kasta sleggjunni yfir sjötíu metra. Lengsta kastið og núverandi Íslandsmet er 70,47 metra kast í byrjun júnímánaðar. „Það er súrsætt að vera svona ofboðslega nálægt því að upplifa drauminn um að keppa á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet. Hún er bara 22 ára gömul og fær vonandi tækifæri til að keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. „Ég er svo stolt af þeirri miklu vinnu sem ég lagði á mig á öllu þessu tímabili. Ég er um leið sorgmædd yfir því að það dugði ekki,“ skrifaði Elísabet. Hún gerði frábæra hluti í keppni bandarísku háskólanna þar sem hún varð háskólameistari NCAA í byrjun júní. Elísabet setti Íslandsmetið þegar hún tryggði sér sigurinn. „Núna er kominn tími á að hvíla sig og byrja síðan aftur á fullu,“ skrifaði Elísabet eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Rut Rúnarsdóttir (@elisabet0)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira