Þar sem þingmenn þagna Bubbi Morthens skrifar 10. júlí 2024 15:00 Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum. Kaupfélag Skagfirðinga opnaði gin og buddu og eignaðist kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska um helgina. Kaupin fóru í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Nýju búvörulögin þutu í gegnum þingið og urðu að lögum á hraða sem Formúluaðdáendur hefðu hrópað húrra yfir. Allt í kringum þessi lög og hverjir komu að þeim vekur réttmætar spurningar um spillingu. Undanfarin ár höfum við séð gjörninga þar sem kjörnir fulltrúar og ráðherrar á Alþingi Íslendinga hafa beitt sér skringilega svo ekki sé tekið dýpra í árinni, til dæmis í laxeldismálum þar sem lög voru gerð afturvirk af ráðherrum af því þeir gátu það og svo gera þeir núna fyrirtækjum kleift að makka sig saman án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Og bændur hafa ekkert með það að gera og sitja útá kölnu túni alþingis með von um betri tíð. Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar á 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði. Hvergi í nokkru landi í kringum okkur eða landi sem við miðum okkur við væri það látið gerast að maður í hans stöðu fengi að koma nálægt þessum gjörningi. Ekki vegna þess að hann væri talinn óheiðarlegur eða spilltur heldur til að tryggja að hugmyndir um slíkt ættu ekki möguleika á að koma uppá yfirborð umræðunnar. Nýsamþykkt lög sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd með hann sem formann opna hinsvegar flóðgátt sem verður ekki lokað. Dómgreindarleysi formannsins er algert og vanmat á aðstæðum. Þó allt sé skráð í hagsmunaskrár alþingis um eignarhlut hans er það deginum ljósara að svona gerir maður ekki ... nema jú á Íslandi af því svona vinna kjörnir alþingismenn margir hverjir. Það eina sem við getum gert, almenningur í landinu, ef okkur líkar ekki við svona vinnubrögð, er að muna það í næstu kosningum. Börn okkar eiga betra skilið. Við eigum öll betra skilið en svona vinnubrögð og gjafagjörninga. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum. Kaupfélag Skagfirðinga opnaði gin og buddu og eignaðist kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska um helgina. Kaupin fóru í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Nýju búvörulögin þutu í gegnum þingið og urðu að lögum á hraða sem Formúluaðdáendur hefðu hrópað húrra yfir. Allt í kringum þessi lög og hverjir komu að þeim vekur réttmætar spurningar um spillingu. Undanfarin ár höfum við séð gjörninga þar sem kjörnir fulltrúar og ráðherrar á Alþingi Íslendinga hafa beitt sér skringilega svo ekki sé tekið dýpra í árinni, til dæmis í laxeldismálum þar sem lög voru gerð afturvirk af ráðherrum af því þeir gátu það og svo gera þeir núna fyrirtækjum kleift að makka sig saman án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Og bændur hafa ekkert með það að gera og sitja útá kölnu túni alþingis með von um betri tíð. Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar á 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði. Hvergi í nokkru landi í kringum okkur eða landi sem við miðum okkur við væri það látið gerast að maður í hans stöðu fengi að koma nálægt þessum gjörningi. Ekki vegna þess að hann væri talinn óheiðarlegur eða spilltur heldur til að tryggja að hugmyndir um slíkt ættu ekki möguleika á að koma uppá yfirborð umræðunnar. Nýsamþykkt lög sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd með hann sem formann opna hinsvegar flóðgátt sem verður ekki lokað. Dómgreindarleysi formannsins er algert og vanmat á aðstæðum. Þó allt sé skráð í hagsmunaskrár alþingis um eignarhlut hans er það deginum ljósara að svona gerir maður ekki ... nema jú á Íslandi af því svona vinna kjörnir alþingismenn margir hverjir. Það eina sem við getum gert, almenningur í landinu, ef okkur líkar ekki við svona vinnubrögð, er að muna það í næstu kosningum. Börn okkar eiga betra skilið. Við eigum öll betra skilið en svona vinnubrögð og gjafagjörninga. Höfundur er tónlistarmaður.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun