Sóttu framkvæmdastjóra þingflokks til SA Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2024 10:16 Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir er ný framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Tryggva Mássyni, sem hefur tekið við starfi hjá Klíníkinni. Í fréttatilkynningu frá þingflokknum segir að Stefanía Kolbrún sé hagfræðingur með BS gráðu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Barcelona School of Economics. Hún hafi starfað sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2018 ásamt því að hafa sinnt kennslu við hagfræðideild Háskóla Íslands og viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hjá Samtökum atvinnulífsins hafi Stefanía Kolbrún sinnt ýmiss konar greiningarvinnu, greinaskrifum og kynningum í tengslum við gerð kjarasamninga og efnahags- og atvinnulífsmál almennt. Full tilhlökkunar Stefanía Kolbrún hafi jafnframt sinnt fjölmörgum félagsstörfum og meðal annars staðið að stofnun Hagsmunafélags kvenna í hagfræði. „Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi þingvetri og að takast á við þau ýmsu spennandi og krefjandi verkefni sem fram undan eru, með öllu því góða fólki sem starfar fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins, svo ekki sé minnst á þingmenn flokksins,“ er haft eftir Stefaníu Kolbrúnu. Leiðir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni Þá segir að Stefanía Kolbrún taki við af Tryggva Mássyni, sem hafi verið ráðinn til þess að fara fyrir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni, en staðan sé ný innan félagsins. Auk þess að leiða viðskiptaþróun innan félagsins muni hann starfa náið með framkvæmdastjórn að stefnumótun og vexti Klíníkurinnar. „Um leið og ég þakka Tryggva innilega fyrir sitt ómetanlega starf fyrir þingflokkinn og óska honum farsældar á spennandi vettvangi þá er ég gríðarlega stolt og ánægð með ráðningu Stefaníu. Ég veit að þekking hennar og hæfileikar munu koma að gagni við að forgangsraða áherslumálum inn í krefjandi þingvetur. Þannig getum við best nýtt krafta okkar í þágu mikilvægra stefnumála Sjálfstæðisflokksins samfélaginu til góðs. Það eru stór verkefni framundan og ég hlakka til að njóta liðsinnis Stefaníu í þeim,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vistaskipti Atvinnurekendur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá þingflokknum segir að Stefanía Kolbrún sé hagfræðingur með BS gráðu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Barcelona School of Economics. Hún hafi starfað sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2018 ásamt því að hafa sinnt kennslu við hagfræðideild Háskóla Íslands og viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hjá Samtökum atvinnulífsins hafi Stefanía Kolbrún sinnt ýmiss konar greiningarvinnu, greinaskrifum og kynningum í tengslum við gerð kjarasamninga og efnahags- og atvinnulífsmál almennt. Full tilhlökkunar Stefanía Kolbrún hafi jafnframt sinnt fjölmörgum félagsstörfum og meðal annars staðið að stofnun Hagsmunafélags kvenna í hagfræði. „Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi þingvetri og að takast á við þau ýmsu spennandi og krefjandi verkefni sem fram undan eru, með öllu því góða fólki sem starfar fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins, svo ekki sé minnst á þingmenn flokksins,“ er haft eftir Stefaníu Kolbrúnu. Leiðir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni Þá segir að Stefanía Kolbrún taki við af Tryggva Mássyni, sem hafi verið ráðinn til þess að fara fyrir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni, en staðan sé ný innan félagsins. Auk þess að leiða viðskiptaþróun innan félagsins muni hann starfa náið með framkvæmdastjórn að stefnumótun og vexti Klíníkurinnar. „Um leið og ég þakka Tryggva innilega fyrir sitt ómetanlega starf fyrir þingflokkinn og óska honum farsældar á spennandi vettvangi þá er ég gríðarlega stolt og ánægð með ráðningu Stefaníu. Ég veit að þekking hennar og hæfileikar munu koma að gagni við að forgangsraða áherslumálum inn í krefjandi þingvetur. Þannig getum við best nýtt krafta okkar í þágu mikilvægra stefnumála Sjálfstæðisflokksins samfélaginu til góðs. Það eru stór verkefni framundan og ég hlakka til að njóta liðsinnis Stefaníu í þeim,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vistaskipti Atvinnurekendur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira