Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 16:01 Edda Sif segir vangaveltur Davíðs Arnars, um að ekki sé vitað hvaðan efnið kemur sem Carbfix hyggst dæla niður í jörðu í Hafnarfirði – þetta gæti þess vegna verið frá vopnaframleiðendum komið – ekki svara verðar. vísir/einar/or Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Edda Sif ritar ítarlega grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún fer yfir eitt og annað sem hún segir misskilning. Meðal annars víkur hún að orðum Davíðs Arnars sem var ómyrkur í máli í viðtali við Vísi. Vangaveltur Davíðs Arnars ekki svara verðar Hann taldi ýmsum spurningum ósvarað, meðal annars liggi ekkert fyrir um hvaðan efnið sem til standi að dæla niður í jörðu í Hafnarfirði: „Verður þetta til við vopnaframleiðslu? Sko, án þess að ætla þetta allt eitt heljarinnar svínarí þá er ansi mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Davíð Arnar. Edda Sif segir að í viðtalinu sé fullyrt að fátt gæti komið í veg fyrir uppbyggingu verkefnisins en það sé ekki rétt því það sé enn í undirbúningsfasa. Það sé eðli bæði skipulagsáætlana og umhverfismats að setja fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir svo hægt sé að eiga samtal við hagaðila áður en lengra er haldið. Þar er verkefnið statt og það samtal er í gangi. Hún segir að í viðtalinu við Davíð Arnar sé farið vítt og breytt yfir sviðið og því meðal annars velt upp hvort Carbfix taki við CO2 frá vopnaframleiðendum. „Slík ummæli dæma sig auðvitað sjálf líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Carbfix leggur höfuðáherslu á sjálfbæra og örugga starfsemi þar sem markmiðið er að hafa raunveruleg og jákvæð áhrif í loftslagsmálum.“ Engir jarðskjálftar, engin hljóðmengun og engin mengun Grein Eddu Sifjar er löng og upplýsandi, þó hún segi reyndar sjálf að hún sé snörp en þar er komið inn á ýmsar vangaveltur sem komið hafa upp í umfjöllun um málið. Þessu svarar Edda Sif snöfurmannlega – hún vill leiðrétta mýtur: Hún segir verkefnið ekki menga og Carbfix sjái fyrir sér að innviðir til niðurdælingar verði tilbúnir þegar föngun frá Carbfix verði klár. Carbix þurfi vissulega mikið vatn en það sé ekki neysluvatn sem nýtt verði, smaráð verði haft við Landsnet vegna hugsanlegrar raforkunotkunar Coda Terminal, engin hljóðmengun verði né jarðskjálftar og þannig má áfram telja. Þá segir Edda Sif að ekki sé um að ræða tilraunaverkefni, bara alls ekki og tekið er fram að þó gert sé ráð fyrir því að starfsemin skili hagnaði þá sé megin tilgangurinn jákvæð áhrif á loftslagið. Edda Sif lýkur grein sinni á því að segja að starfsemin sé ekki skyld því sem heitir „fracking“ á ensku: „Að lokum viljum við hjá Carbfix leggja áherslu á að Carbfix-tækin er ekki hugmynd heldur margvottuð og sannreynd aðferð.“ „Við í Carbfix höfum fundið fyrir því í samtölum við fólk undanfarið að það þekkir verkefnið ekki nægjanlega vel. Þessi grein er liður í því að gera enn betur í upplýsa og halda á lofti staðreyndum sem gætu hafa orðið undir í umræðunni undanfarið.“ Orkumál Hafnarfjörður Umhverfismál Skipulag Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6. júlí 2024 14:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Sjá meira
Edda Sif ritar ítarlega grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún fer yfir eitt og annað sem hún segir misskilning. Meðal annars víkur hún að orðum Davíðs Arnars sem var ómyrkur í máli í viðtali við Vísi. Vangaveltur Davíðs Arnars ekki svara verðar Hann taldi ýmsum spurningum ósvarað, meðal annars liggi ekkert fyrir um hvaðan efnið sem til standi að dæla niður í jörðu í Hafnarfirði: „Verður þetta til við vopnaframleiðslu? Sko, án þess að ætla þetta allt eitt heljarinnar svínarí þá er ansi mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Davíð Arnar. Edda Sif segir að í viðtalinu sé fullyrt að fátt gæti komið í veg fyrir uppbyggingu verkefnisins en það sé ekki rétt því það sé enn í undirbúningsfasa. Það sé eðli bæði skipulagsáætlana og umhverfismats að setja fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir svo hægt sé að eiga samtal við hagaðila áður en lengra er haldið. Þar er verkefnið statt og það samtal er í gangi. Hún segir að í viðtalinu við Davíð Arnar sé farið vítt og breytt yfir sviðið og því meðal annars velt upp hvort Carbfix taki við CO2 frá vopnaframleiðendum. „Slík ummæli dæma sig auðvitað sjálf líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Carbfix leggur höfuðáherslu á sjálfbæra og örugga starfsemi þar sem markmiðið er að hafa raunveruleg og jákvæð áhrif í loftslagsmálum.“ Engir jarðskjálftar, engin hljóðmengun og engin mengun Grein Eddu Sifjar er löng og upplýsandi, þó hún segi reyndar sjálf að hún sé snörp en þar er komið inn á ýmsar vangaveltur sem komið hafa upp í umfjöllun um málið. Þessu svarar Edda Sif snöfurmannlega – hún vill leiðrétta mýtur: Hún segir verkefnið ekki menga og Carbfix sjái fyrir sér að innviðir til niðurdælingar verði tilbúnir þegar föngun frá Carbfix verði klár. Carbix þurfi vissulega mikið vatn en það sé ekki neysluvatn sem nýtt verði, smaráð verði haft við Landsnet vegna hugsanlegrar raforkunotkunar Coda Terminal, engin hljóðmengun verði né jarðskjálftar og þannig má áfram telja. Þá segir Edda Sif að ekki sé um að ræða tilraunaverkefni, bara alls ekki og tekið er fram að þó gert sé ráð fyrir því að starfsemin skili hagnaði þá sé megin tilgangurinn jákvæð áhrif á loftslagið. Edda Sif lýkur grein sinni á því að segja að starfsemin sé ekki skyld því sem heitir „fracking“ á ensku: „Að lokum viljum við hjá Carbfix leggja áherslu á að Carbfix-tækin er ekki hugmynd heldur margvottuð og sannreynd aðferð.“ „Við í Carbfix höfum fundið fyrir því í samtölum við fólk undanfarið að það þekkir verkefnið ekki nægjanlega vel. Þessi grein er liður í því að gera enn betur í upplýsa og halda á lofti staðreyndum sem gætu hafa orðið undir í umræðunni undanfarið.“
Orkumál Hafnarfjörður Umhverfismál Skipulag Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6. júlí 2024 14:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Sjá meira
Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30
Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6. júlí 2024 14:04