Innlent

Biden hrósar Ís­lendingum og lit­laus bílafloti

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Við fjöllum um fundinn í fréttatímanum.

Hringtorg víkja fyrir mislægum gatnamótum á Reykjanesbrautinni til að stuðla að öryggi íbúa og vegfarenda. Með fyrirhuguðum framkvæmdum verður brautin tvöfölduð frá höfuðborgarsvæðinu og alla leið að Keflavíkurflugvelli.

Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Sádía-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega.

Þá fjöllum við um skelfilegt mál í Bretlandi þar sem lásbogi kemur við sögu og verðum í beinni útsendingu frá Selfossi þar sem Kótelettan fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×