Má ekki hleypa köttum inn í sameiginlegt þvottahús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 20:22 Íbúi í fjölbýlishúsi má ekki hleypa köttum sínum í gegnum sameiginlegt þvottahús, og ekki geyma þar dekk og aðra persónulega muni. Þetta er álit kærunefndar húsamála, en erindi barst til þeirra frá nágranna íbúans. Í málsmeðferð kærunefndarinnar segir að nágranninn, hér eftir nefndur álitsbeiðandi, hafi sent erindi vegna ágreinings við íbúann, hér eftir nefndann gagnaðila, í desember 2023. Greinargerð hafi ekki borist frá gagnaðila þrátt fyrir ítrekaða beiðni kærunefndarinnar. Gekk um þvottahúsið eins og eigin geymslu Álitsbeiðandi kveður gagnaðila ganga um sameign hússins eins og hún sé hans eigin geymsla. Þvottur og hreinlætisvörur séu skildar eftir liggjandi á gólfinu, sem og bíldekk og hlaupahjól. Erfitt hafi verið fyrir álitsbeiðanda að komast inn í sameignina vegna þessa og jafnvel að þvottavél sinni. Einnig hafi drasl verið skilið eftir á þvottavél álitsbeiðanda, svo sem kattahár, óhreinn kústur og fleira. Álitsbeiðanda grunar að kettir gagnaðila fari í sameignina, og segir einnig að sameignin hafi ekki verið þrifin síðan gagnaðili flutti inn og ekki hafi verið gætt að því að loftað sé út í þvottahúsinu. Þetta geti leitt til þess að raki og silfurskottur komi sér fyrir. Gagnaðili hafi lokað fyrir samskipti þegar reynt var að ræða við hann um málið. Íbúinn geymdi bíldekk úr eigin safni í þvottahúsinu, ásamt öðru drasli.Vísir/Vilhelm Féllust á báðar kröfurnar Kröfur álitsbeiðanda voru tvær: Að viðurkennt verði að gagnaðila beri að fjarlægja dekk og aðra muni sem hann geymi í sameiginlegu þvottahúsi og gæti að hreinlæti og útloftun þar Að viðurkennt verði að gagnaðila sé óheimilt að hleypa köttum í sameiginlegt þvottahús Kærunefndin féllst á báðar kröfurnar, en gagnaðili lét ekki til sín taka og var úrlausn málsins því byggð á þeim sjónarmiðum og gögnum sem álitsbeiðandi lagði fyrir nefndina. Nefndin segir að á grundvelli 2. mgr. 35. gr. laga um fjöleignarhús, sé hagnýting eins og að geyma persónulega muni á borð við hlaupahjól og bíldekk óheimil. Ekki sé um að ræða hefðbundin afnot af þvottahúsi. Þá segir einnig að á grundvelli 2. mgr. 33. gr. g. laga um fjöleignarhús megi kettir ekki vera í sameign nema þegar verið er að færa dýrið að og frá séreign og skuli þeir vera í taumi og umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim. Ekki þurfi að fara í gegnum þvottahúsið til að komast í séreign gagnaðila og honum því ekki heimilt að hleypa þeim í þvottahúsið. Nágrannadeilur Gæludýr Kettir Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Í málsmeðferð kærunefndarinnar segir að nágranninn, hér eftir nefndur álitsbeiðandi, hafi sent erindi vegna ágreinings við íbúann, hér eftir nefndann gagnaðila, í desember 2023. Greinargerð hafi ekki borist frá gagnaðila þrátt fyrir ítrekaða beiðni kærunefndarinnar. Gekk um þvottahúsið eins og eigin geymslu Álitsbeiðandi kveður gagnaðila ganga um sameign hússins eins og hún sé hans eigin geymsla. Þvottur og hreinlætisvörur séu skildar eftir liggjandi á gólfinu, sem og bíldekk og hlaupahjól. Erfitt hafi verið fyrir álitsbeiðanda að komast inn í sameignina vegna þessa og jafnvel að þvottavél sinni. Einnig hafi drasl verið skilið eftir á þvottavél álitsbeiðanda, svo sem kattahár, óhreinn kústur og fleira. Álitsbeiðanda grunar að kettir gagnaðila fari í sameignina, og segir einnig að sameignin hafi ekki verið þrifin síðan gagnaðili flutti inn og ekki hafi verið gætt að því að loftað sé út í þvottahúsinu. Þetta geti leitt til þess að raki og silfurskottur komi sér fyrir. Gagnaðili hafi lokað fyrir samskipti þegar reynt var að ræða við hann um málið. Íbúinn geymdi bíldekk úr eigin safni í þvottahúsinu, ásamt öðru drasli.Vísir/Vilhelm Féllust á báðar kröfurnar Kröfur álitsbeiðanda voru tvær: Að viðurkennt verði að gagnaðila beri að fjarlægja dekk og aðra muni sem hann geymi í sameiginlegu þvottahúsi og gæti að hreinlæti og útloftun þar Að viðurkennt verði að gagnaðila sé óheimilt að hleypa köttum í sameiginlegt þvottahús Kærunefndin féllst á báðar kröfurnar, en gagnaðili lét ekki til sín taka og var úrlausn málsins því byggð á þeim sjónarmiðum og gögnum sem álitsbeiðandi lagði fyrir nefndina. Nefndin segir að á grundvelli 2. mgr. 35. gr. laga um fjöleignarhús, sé hagnýting eins og að geyma persónulega muni á borð við hlaupahjól og bíldekk óheimil. Ekki sé um að ræða hefðbundin afnot af þvottahúsi. Þá segir einnig að á grundvelli 2. mgr. 33. gr. g. laga um fjöleignarhús megi kettir ekki vera í sameign nema þegar verið er að færa dýrið að og frá séreign og skuli þeir vera í taumi og umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim. Ekki þurfi að fara í gegnum þvottahúsið til að komast í séreign gagnaðila og honum því ekki heimilt að hleypa þeim í þvottahúsið.
Nágrannadeilur Gæludýr Kettir Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira