Vona að gervigreindin komi að gagni við að finna mögulega lækningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. júlí 2024 19:37 Auður Guðjónsdóttir og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007. Vísir/Bjarni Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, sem er bæði stofnandi og stjórnarformaður stofnunarinnar, hefur verið iðin við að senda bréf víða um heim, og hefur meðal annars fengið svar frá varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem hvatti hana til dáða. Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar. Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar.
Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira