Atvikið átti sér stað síðastliðinn fimmtudag klukkan rúmlega fimm sídðegis.
Hér má sjá myndband sem tekið var úr bifreiðinni sem ekið var framúr. Þar sést bíllinn æða framúr í átt að hjólreiðamanninum, áður en hann sveigir aftur á sína akrein og hemlar og ekur yfir hraðahindrun. Fréttastofa fékk myndbandið sent, en það var upphaflega birt á íbúasíðu Seltjarnarness á Facebook.