Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2024 07:51 Ron DeSantis og Nikki Haley hvöttu landsmenn til að hafna Biden og kjósa Trump. AP Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. Það vakti athygli að Haley átti ekki að flytja ræðu á landsþinginu en var, líkt og hún greindi sjálf frá í ræðu sinni, boðið að tala eftir banatilræðið gegn Trump. Haley sagði að Trump hefði boðið sér að flytja erindi í þágu samstöðu meðal flokksmanna og hún þegið það með þökkum. „Þú þarft ekki alltaf að vera sammála Trump til að kjósa hann. Trúið mér,“ sagði Haley meðal annars, við mikinn fögnuð. Hún hvatti kjósendur sína til að flykkja sér að baki Trump og gagnrýndi Joe Biden og sagði hann meðal annars hafa brugðist þjóðinni. Demókratar, sem hafa freistað þess að ná til stuðningsmanna Haley, sem margir eru afar ósáttir við Trump, brugðust við ræðu hennar með því að vitna í hana sjálfa. „Sendiherrann Haley sagði það best: Sá sem virðir ekki herinn okkar, þekkir ekki rétt frá röngu og umvefur sig með ringulreið getur ekki orðið forseti,“ sagði í yfirlýsingu frá framboði Biden. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sem einnig bauð sig fram í forvalinu, fór einnig fögrum orðum um Trump, jafnvel þótt síðarnefndi hefði ítrekað gert lítið úr honum þegar þeir voru keppninautar. DeSantis sagði menn hafa líkt Trump við djöfulinn, sótt hann til saka og þá hefði hann næstum verið ráðinn af dögum. „Við megum ekki bregðast honum og við megum ekki bregðast Bandaríkjunum,“ sagði hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Það vakti athygli að Haley átti ekki að flytja ræðu á landsþinginu en var, líkt og hún greindi sjálf frá í ræðu sinni, boðið að tala eftir banatilræðið gegn Trump. Haley sagði að Trump hefði boðið sér að flytja erindi í þágu samstöðu meðal flokksmanna og hún þegið það með þökkum. „Þú þarft ekki alltaf að vera sammála Trump til að kjósa hann. Trúið mér,“ sagði Haley meðal annars, við mikinn fögnuð. Hún hvatti kjósendur sína til að flykkja sér að baki Trump og gagnrýndi Joe Biden og sagði hann meðal annars hafa brugðist þjóðinni. Demókratar, sem hafa freistað þess að ná til stuðningsmanna Haley, sem margir eru afar ósáttir við Trump, brugðust við ræðu hennar með því að vitna í hana sjálfa. „Sendiherrann Haley sagði það best: Sá sem virðir ekki herinn okkar, þekkir ekki rétt frá röngu og umvefur sig með ringulreið getur ekki orðið forseti,“ sagði í yfirlýsingu frá framboði Biden. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sem einnig bauð sig fram í forvalinu, fór einnig fögrum orðum um Trump, jafnvel þótt síðarnefndi hefði ítrekað gert lítið úr honum þegar þeir voru keppninautar. DeSantis sagði menn hafa líkt Trump við djöfulinn, sótt hann til saka og þá hefði hann næstum verið ráðinn af dögum. „Við megum ekki bregðast honum og við megum ekki bregðast Bandaríkjunum,“ sagði hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira