Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2024 07:51 Ron DeSantis og Nikki Haley hvöttu landsmenn til að hafna Biden og kjósa Trump. AP Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. Það vakti athygli að Haley átti ekki að flytja ræðu á landsþinginu en var, líkt og hún greindi sjálf frá í ræðu sinni, boðið að tala eftir banatilræðið gegn Trump. Haley sagði að Trump hefði boðið sér að flytja erindi í þágu samstöðu meðal flokksmanna og hún þegið það með þökkum. „Þú þarft ekki alltaf að vera sammála Trump til að kjósa hann. Trúið mér,“ sagði Haley meðal annars, við mikinn fögnuð. Hún hvatti kjósendur sína til að flykkja sér að baki Trump og gagnrýndi Joe Biden og sagði hann meðal annars hafa brugðist þjóðinni. Demókratar, sem hafa freistað þess að ná til stuðningsmanna Haley, sem margir eru afar ósáttir við Trump, brugðust við ræðu hennar með því að vitna í hana sjálfa. „Sendiherrann Haley sagði það best: Sá sem virðir ekki herinn okkar, þekkir ekki rétt frá röngu og umvefur sig með ringulreið getur ekki orðið forseti,“ sagði í yfirlýsingu frá framboði Biden. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sem einnig bauð sig fram í forvalinu, fór einnig fögrum orðum um Trump, jafnvel þótt síðarnefndi hefði ítrekað gert lítið úr honum þegar þeir voru keppninautar. DeSantis sagði menn hafa líkt Trump við djöfulinn, sótt hann til saka og þá hefði hann næstum verið ráðinn af dögum. „Við megum ekki bregðast honum og við megum ekki bregðast Bandaríkjunum,“ sagði hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Það vakti athygli að Haley átti ekki að flytja ræðu á landsþinginu en var, líkt og hún greindi sjálf frá í ræðu sinni, boðið að tala eftir banatilræðið gegn Trump. Haley sagði að Trump hefði boðið sér að flytja erindi í þágu samstöðu meðal flokksmanna og hún þegið það með þökkum. „Þú þarft ekki alltaf að vera sammála Trump til að kjósa hann. Trúið mér,“ sagði Haley meðal annars, við mikinn fögnuð. Hún hvatti kjósendur sína til að flykkja sér að baki Trump og gagnrýndi Joe Biden og sagði hann meðal annars hafa brugðist þjóðinni. Demókratar, sem hafa freistað þess að ná til stuðningsmanna Haley, sem margir eru afar ósáttir við Trump, brugðust við ræðu hennar með því að vitna í hana sjálfa. „Sendiherrann Haley sagði það best: Sá sem virðir ekki herinn okkar, þekkir ekki rétt frá röngu og umvefur sig með ringulreið getur ekki orðið forseti,“ sagði í yfirlýsingu frá framboði Biden. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sem einnig bauð sig fram í forvalinu, fór einnig fögrum orðum um Trump, jafnvel þótt síðarnefndi hefði ítrekað gert lítið úr honum þegar þeir voru keppninautar. DeSantis sagði menn hafa líkt Trump við djöfulinn, sótt hann til saka og þá hefði hann næstum verið ráðinn af dögum. „Við megum ekki bregðast honum og við megum ekki bregðast Bandaríkjunum,“ sagði hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira