Þetta staðfestir Ásmundur Kr. Ásmundsson yfirlögregluþjónn á Vesturlandi í samtali við fréttastofu.
Tilkynningin barst lögreglu um ellefuleytið í gærkvöldi, vegna erlends ferðamanns á tjaldstæðinu Hellissandi. Maðurinn, sem var á tjaldstæðinu með fjölsyldu sinni, var sagður hafa gengið af tjaldstæðinu með hnífa meðferðis. Hann var jafnframt sagður hafa sýnt af sér undarlega hegðun.
Lögreglan á Vesturlandi gerði sérsveitinni viðvart um málið og óskaði jafnframt eftir sjúkrabíl til öryggis.
Maðurinn fannst eftir leit lögreglunnar á Vesturlandi, en engir hnífar fundust. Hann var fluttur á lögreglustöð og vakthafandi læknir var kallaður til og ræddi við hann og skoðaði. Nú hefur hann verið látinn laus.