Tilgangur atvinnurekstrarbanns Lárus Sigurður Lárusson skrifar 17. júlí 2024 15:00 Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Árið 2022 var samþykkt á Alþingi að breyta lögum um gjaldþrotaskipti á þá leið að lögfesta nýjar relgur um svokallað atvinnurekstrarbann. Í stuttu máli felur það í sér að einstaklingur, sem ekki telst hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð vegna skaðlegra og óverjandi viðskiptahátta við stjórnun félags, er með dómi meinað að stjórna félagið með takmarkaðri ábyrgð. Tilgangur þessara nýju lagareglna er fyrst og fremst að sporna við kennitöluflakki eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum í greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu og undirheiti lagafrumvarpsins ber með sér. Í almennum athugasemdum í greinargerð segir að atvinnurekstrarbann sé íþyngjandi úrræði og mikilvægt að því verði ekki beitt nema ástæða sé til, ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræðisins verði að byggjast á heildarmati á öllum aðstæðum og þá kemur aukinheldur fram að einungis sé ráðgert að úrræðinu verði beitt í alvarlegri tilvikum. Af þessu er ljóst að lögin beinlínis gera ráð fyrir að atvinnurekstrarbann sé ekki sett á alla þótt skilyrði þess kunni að einhverju leyti að vera til staðar heldur eigi eingöngu að beita því vegna alvarlegri tilvika. Skilyrði laganna eru tiltölulega matskennd og fela í sér vísireglu sem þarf alltaf að túlka og skoða í ljósi þess tilgangs sem bjó að baki lagabreytingunum, sem er jú að sporna við kennitöluflakki. Skilyrðum atvinnurekstrarbanns er þar af leiðandi ekki mætt með því að eitt eða tvö atvik eru til staðar sem nefnd eru í greinargerðinni, það þarf fleira til. Í ljós tilgangs reglanna þá þurfa málsatvik hverju sinni að sýna fram á misnotkun félagaformsins eða kennitöluflakk. Þannig er ekki nóg að viðkomandi hafi áður stýrt félagið sem hefur farið í þrot né heldur það eitt að viðkomandi skuldi skatta. Heildarmatið þarf að sýna ákveðna kerfisbundna hegðun viðkomandi í því að misnota félagaformið. Eitt af því sem líta þarf til, í þessu heildarmati og ætti skipta miklu máli, er afstaða stjórnenda til rekstrarins. Þ.e.a.s. hvort það hafi verið einhver ásetningur til staðar til þess að stunda kennitöluflakk. Um þetta fjölluðu Ása Ólafsdóttir Hæstaréttardómari og Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður, nýlega í grein undir heitinu Skilyrði og viðmið atvinnurekstrarbanns, Tímarit Lögfræðinga 1. h. 2024. Þar er jafnframt vísað til þess hvort viðkomandi hafi haft trú á því að hægt væri að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Ég tek undir með þeim Ásu og Gunnari og tel afar brýnt að dómstólar líti til þessara atriða við túlkun og beitingu reglnanna um atvinnurekstrarbann. Úrræðinu er ætlað ákveðið hlutverk og mikilvægt að reglunum verði ekki beitt án þess samhengis. Langflestir sem stunda atvinnurekstur gera það í góðri trú og reyna sitt best til þess að láta reksturinn ganga upp. Það verður að gæta þess að leggja ekki óþarfa bagga á herðar þeirra sem missa rekstur sinn í þrot, s.s. vegna aðstæðan á mörkuðum eða annara atvika sem hafa ekkert með kennitöluflakk að gera. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að rekstur gengur ekki upp og þegar halla fara undan fæti þá gefur auga leið að stjórnendur ráða ekki alltaf við allar skuldbindingar. Reglunum um atvinnurekstrarabann var ekki ætlað að bitna á þeim einstaklingum. Höfundur er lögmaður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun