Ánægjan með Guðna var mest árið 2018 þegar 82 prósent sögðust ánægðir með hans störf. Lægsta hlutfallið var svo 2016 þegar 71 prósent svarenda sögðust vera ánægðir með störf hans.
13 prósent svarenda sögðust hvorki ánægðir né óánægðir með störf hans. 3,2 prósent sögðust vera frekar óánægðir og 3 prósent sögðust mjög óánægðir.
Mest var ánægjan hjá kjósendum Samfylkingarinnar í 71 prósenti. Á eftir þeim koma kjósendur Vinstri grænna en 68,5 prósent þeirra sögðust ánægð með störf Guðna.
Óánægjan var mest meðal kjósenda Miðflokksmanna. Tæplega 13 prósent svarenda sem sögðust kjósa Miðflokkinn sögðust mjög óánægðir með störf Guðna. Til samanburðar svöruðu 6,4 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eins.
Könnunin fór fram í janúar, febrúar, maí og júní á þessu ári. Samtals voru svarendur 3339 talsins.