Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 20:13 Kolbrún segir að umhverfið við Sævarhöfða sé mannskemmandi. Vísir/Vilhelm Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. „Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu?“ segir Kolbrún, en hún fjallaði um málið í aðsendri grein á Vísi í kvöld. Mannskemmandi umhverfi Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Kolbrún segir svæðið hafa átt að vera til bráðabirgða, eða að hámarki tólf vikur. Nú rétt tæpu ári síðar hafi enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Maður sem hefur þar yfirumsjón með húsinu við hliðina veiti þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn sé hinsvegar í sturtunum. Íbúar komist þar í rafmagn og greiði fyrir það. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við íbúa á svæðinu síðastliðið haust. Ekkert heitt vatn er í sturtunumAðsend „Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hefur úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið,“ segir Kolbrún. Hjólabúar hafi lengi þrýst á borgina að finna lausn, bæði til skemmri tíma og lengri. Þeim líði illa á svæðinu en geti hvergi farið. Hjólhýsin eru á planinu við Sævarhöfða.Vísir Hávaðamengun öllum tímum sólarhrings Formaður Samtaka hjólabúa sendi borgarstjórn erindi á dögunum, þar sem hann sagði meðal annars að hávaðamengun væri á svæðinu öllum tímum sólarhrings vegna umferðar og öðrum sem hafa aðstöðu á svæðinu. Umferðaráreitið komi í veg fyrir að íbúar geti verið úti í góðu veðri. Útsýni yfir iðnaðarsvæðið.Vísir Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, hafi fólkið verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið. Svo mikil séu lætin og höggin sem dynji á tækunum. Engin mokstur hafi verið á svæðinu í vetur. Brýnt að borgin skapi fullnægjandi aðstæður Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi frá árinu 2018 ítrekað reynt að vekja athygli á málefnum hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík hafi verið lögð fram í borgarráði. Þaðan hafi henni verið vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum. Fólkið fær afnot af aðstöðunni án endurgjalds.Vísir „Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar,“ segir Kolbrún. Í löndum sem við berum okkur saman við séu tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og láti vel að því. „Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi,“ segir Kolbrún, en að sumir velji að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Kolbrún krefst þess að borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvaða svæði geti hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum sé með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Erindið sem formaður Samtaka hjólabúa sendi til borgarstjórnar í heild sinni er svohljóðandi: „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“. Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
„Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu?“ segir Kolbrún, en hún fjallaði um málið í aðsendri grein á Vísi í kvöld. Mannskemmandi umhverfi Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Kolbrún segir svæðið hafa átt að vera til bráðabirgða, eða að hámarki tólf vikur. Nú rétt tæpu ári síðar hafi enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Maður sem hefur þar yfirumsjón með húsinu við hliðina veiti þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn sé hinsvegar í sturtunum. Íbúar komist þar í rafmagn og greiði fyrir það. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við íbúa á svæðinu síðastliðið haust. Ekkert heitt vatn er í sturtunumAðsend „Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hefur úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið,“ segir Kolbrún. Hjólabúar hafi lengi þrýst á borgina að finna lausn, bæði til skemmri tíma og lengri. Þeim líði illa á svæðinu en geti hvergi farið. Hjólhýsin eru á planinu við Sævarhöfða.Vísir Hávaðamengun öllum tímum sólarhrings Formaður Samtaka hjólabúa sendi borgarstjórn erindi á dögunum, þar sem hann sagði meðal annars að hávaðamengun væri á svæðinu öllum tímum sólarhrings vegna umferðar og öðrum sem hafa aðstöðu á svæðinu. Umferðaráreitið komi í veg fyrir að íbúar geti verið úti í góðu veðri. Útsýni yfir iðnaðarsvæðið.Vísir Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, hafi fólkið verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið. Svo mikil séu lætin og höggin sem dynji á tækunum. Engin mokstur hafi verið á svæðinu í vetur. Brýnt að borgin skapi fullnægjandi aðstæður Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi frá árinu 2018 ítrekað reynt að vekja athygli á málefnum hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík hafi verið lögð fram í borgarráði. Þaðan hafi henni verið vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum. Fólkið fær afnot af aðstöðunni án endurgjalds.Vísir „Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar,“ segir Kolbrún. Í löndum sem við berum okkur saman við séu tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og láti vel að því. „Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi,“ segir Kolbrún, en að sumir velji að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Kolbrún krefst þess að borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvaða svæði geti hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum sé með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Erindið sem formaður Samtaka hjólabúa sendi til borgarstjórnar í heild sinni er svohljóðandi: „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“.
Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01
Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23