Sýndu Adam áhuga í eitt ár: „Stefnt að þessu síðan ég var lítill krakki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2024 11:31 Adam Ægir Pálsson lék alls 45 deildar- og bikarleiki með Val og skoraði ellefu mörk vísir/diego Ítalska C-deildarliðið Perugia hefur landað Adam Ægi Pálssyni, um ári eftir að hafa fyrst sýnt honum áhuga. Leikmaðurinn er hæstánægður með að hefja atvinnumannaferilinn hjá jafn stóru félagi og Perugia. Adam skrifaði í morgun undir lánssamning við Perugia. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. „Þeir sýndu fyrst áhuga í ágúst í fyrra en svo kom þetta aftur upp fyrir 1-2 mánuðum. Það var smá vesen milli félaganna en Valur vildi hjálpa mér að elta drauminn og ég er mjög þakklátur þeim,“ sagði Adam í samtali við Vísi eftir að hafa skrifað undir hjá Perugia í dag. Eins og Seriu A félag Á síðasta tímabili endaði Perugia í 4. sæti B-riðils C-deildarinnar á Ítalíu. En félagið stefnir hærra. „Þetta er sögufrægt félag. Meðal leikmanna sem hafa spilað þarna eru Gennaro Gattuso, Paolo Rossi, Fabio Grosso og Marco Materazzi. Þetta er risastórt félag sem stefnir upp í B-deildina þar sem þeir léku á þarsíðasta tímabili,“ sagði Adam. Perugia féll úr Seriu B í fyrra.getty/Giuseppe Bellini „Þeir eru með 25 þúsund manna völl og þetta er í raun og veru Seriu A umgjörð í Seriu C. Allt í kringum þetta er stórt.“ Perugia, sem er frá Úmbríu-héraði í miðri Ítalíu, lék síðast í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2003-04 en undanfarin tuttugu ár hefur liðið flakkað milli Seriu B og C. Þakklátur fyrir tækifærið Adam er fullur tilhlökkunar að byrja að spila með Perugia. „Ég get ekki beðið eftir að sýna mig og sanna. Við eigum leik við Roma eftir 2-3 vikur og ég hlakka mikið til,“ sagði Adam. „Ég er búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki. Þetta hefur verið draumurinn og ég er þakklátur að tækifærið sé komið núna.“ Auk Vals hefur Adam leikið með Keflavík, Víkingi, Víði og Selfossi hér á landi.vísir/diego Adam lék sem fyrr sagði með Val um tveggja ára skeið. Hann ber gamla félaginu sínu vel söguna og segist standa í þakkarskuld við það. „Ég er þakklátur Val fyrir að leyfa mér að elta drauminn minn. Þeir vildu ekki missa mig en leyfðu mér samt að grípa þetta tækifæri,“ sagði Adam að endingu. Ítalski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
Adam skrifaði í morgun undir lánssamning við Perugia. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. „Þeir sýndu fyrst áhuga í ágúst í fyrra en svo kom þetta aftur upp fyrir 1-2 mánuðum. Það var smá vesen milli félaganna en Valur vildi hjálpa mér að elta drauminn og ég er mjög þakklátur þeim,“ sagði Adam í samtali við Vísi eftir að hafa skrifað undir hjá Perugia í dag. Eins og Seriu A félag Á síðasta tímabili endaði Perugia í 4. sæti B-riðils C-deildarinnar á Ítalíu. En félagið stefnir hærra. „Þetta er sögufrægt félag. Meðal leikmanna sem hafa spilað þarna eru Gennaro Gattuso, Paolo Rossi, Fabio Grosso og Marco Materazzi. Þetta er risastórt félag sem stefnir upp í B-deildina þar sem þeir léku á þarsíðasta tímabili,“ sagði Adam. Perugia féll úr Seriu B í fyrra.getty/Giuseppe Bellini „Þeir eru með 25 þúsund manna völl og þetta er í raun og veru Seriu A umgjörð í Seriu C. Allt í kringum þetta er stórt.“ Perugia, sem er frá Úmbríu-héraði í miðri Ítalíu, lék síðast í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2003-04 en undanfarin tuttugu ár hefur liðið flakkað milli Seriu B og C. Þakklátur fyrir tækifærið Adam er fullur tilhlökkunar að byrja að spila með Perugia. „Ég get ekki beðið eftir að sýna mig og sanna. Við eigum leik við Roma eftir 2-3 vikur og ég hlakka mikið til,“ sagði Adam. „Ég er búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki. Þetta hefur verið draumurinn og ég er þakklátur að tækifærið sé komið núna.“ Auk Vals hefur Adam leikið með Keflavík, Víkingi, Víði og Selfossi hér á landi.vísir/diego Adam lék sem fyrr sagði með Val um tveggja ára skeið. Hann ber gamla félaginu sínu vel söguna og segist standa í þakkarskuld við það. „Ég er þakklátur Val fyrir að leyfa mér að elta drauminn minn. Þeir vildu ekki missa mig en leyfðu mér samt að grípa þetta tækifæri,“ sagði Adam að endingu.
Ítalski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira