„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 19:01 María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun. Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira
Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06