Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 20. júlí 2024 19:16 Natasha í stórleik Íslands og Þýskalands á dögunum. Vísir/Anton Brink Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. Sigurinn var gríðarlega torsóttur og kom sigurmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Um var að ræða sjálfsmark en Valskonum gat vart verið meira sama, níundi sigurinn í röð og liðið jafnt Blikum á toppnum. Það var því glöð Natasha sem mætti í viðtal eftir leik. „Kíkti á hvaða leikur væri fyrst og sá Keflavík, geggjað. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim og ég á enn margar vinkonur í liðinu en þetta var skemmtilegt, líka skemmtilegt að við höfum unnið,“ sagði Natasha sem spilaði með Keflavík frá 2017 til 2021. „Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum og vorum að finna svæði, fengum mörg færi en þurfum að klára þau í næsta leik,“ sagði Natasha en Valskonur skutu tvívegis í stöng sem og þær misnýttu þónokkur dauðafæri í dag. „Það var erfitt andlega að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi. Ég meiddist mjög snemma, náði að koma til baka og spila en það var upp og niður. Loksins fannst mér bara að ég þyrfti að spila meira og ákvað að koma heim. Það er mjög fínt að vera saman með fjölskyldunni líka,“ sagði Natasha um heimkomu sína. Hún er nýgengin í raðir Vals frá norska liðinu Brann og sagði Val alltaf hafa verið fyrsta kost í sinni bók. „Mér fannst eins og ég myndi líða vel hérna, þekki margar í liðinu og leist mjög vel á þjálfarateymið svo þetta var auðveld ákvörðun.“ „Gott að fá það, og fá tækifærið að spila þar. Koma með það sjálfstraust inn í þennan leik svo ég var mjög ánægð,“ sagði Natasha að endingu um landsleikjapásuna sem er nýafstaðin en Natasha stóð vaktina óvænt í vinstri bakverði í ótrúlegum 3-0 sigri Íslands á Þýskalandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Sigurinn var gríðarlega torsóttur og kom sigurmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Um var að ræða sjálfsmark en Valskonum gat vart verið meira sama, níundi sigurinn í röð og liðið jafnt Blikum á toppnum. Það var því glöð Natasha sem mætti í viðtal eftir leik. „Kíkti á hvaða leikur væri fyrst og sá Keflavík, geggjað. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim og ég á enn margar vinkonur í liðinu en þetta var skemmtilegt, líka skemmtilegt að við höfum unnið,“ sagði Natasha sem spilaði með Keflavík frá 2017 til 2021. „Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum og vorum að finna svæði, fengum mörg færi en þurfum að klára þau í næsta leik,“ sagði Natasha en Valskonur skutu tvívegis í stöng sem og þær misnýttu þónokkur dauðafæri í dag. „Það var erfitt andlega að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi. Ég meiddist mjög snemma, náði að koma til baka og spila en það var upp og niður. Loksins fannst mér bara að ég þyrfti að spila meira og ákvað að koma heim. Það er mjög fínt að vera saman með fjölskyldunni líka,“ sagði Natasha um heimkomu sína. Hún er nýgengin í raðir Vals frá norska liðinu Brann og sagði Val alltaf hafa verið fyrsta kost í sinni bók. „Mér fannst eins og ég myndi líða vel hérna, þekki margar í liðinu og leist mjög vel á þjálfarateymið svo þetta var auðveld ákvörðun.“ „Gott að fá það, og fá tækifærið að spila þar. Koma með það sjálfstraust inn í þennan leik svo ég var mjög ánægð,“ sagði Natasha að endingu um landsleikjapásuna sem er nýafstaðin en Natasha stóð vaktina óvænt í vinstri bakverði í ótrúlegum 3-0 sigri Íslands á Þýskalandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira