„Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2024 20:30 Hallgrímur var sáttur að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira