Aðeins eitt mark var skorað þegar Víkingur sótti KA heim. Það gerði Sveinn Margeir Hauksson þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þetta var síðasti leikur Dalvíkingsins fyrir KA í bili en hann er á leið til náms við UCLA háskólann í Kaliforníu.
Með sigrinum komust KA-menn upp í 7. sæti deildarinnar en Víkingar eru enn á toppnum.
HK og Vestri mættust í botnslag í Kórnum og gerðu 1-1 jafntefli. Atli Hrafn Andrason kom HK-ingum yfir á 13. mínútu en Benedikt Warén jafnaði fyrir Vestramenn á 33. mínútu eftir slæm mistök fyrirliða HK, Leifs Andra Leifssonar.
Heimamenn urðu fyrir áfalli í seinni hálfleik þegar markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson meiddist og þurfti að fara af velli. Óttast er að hann hafi slitið hásin.
HK er áfram í 10. sæti deildarinnar en með jafnteflinu í Kórnum Vestri fór upp úr því tólfta í það ellefta.
Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.