Veður

Gul við­vörun í nótt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Gul viðvörun tekur gildi á miðnætti.
Gul viðvörun tekur gildi á miðnætti. Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun gengur í gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðvestanáttar og úrhellisrigningar.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við 8-15 m/s og talsverðri úrkomu á Tröllaskaga. Þá er einnig búist við auknu afrennsli og hækkandi vatnsborði í ám og lækjum sem gætu þá orðið ófærar.

Þá er tekið fram að auknar líkur séu á grjóthruni og aurskriðum og fólk er hvatt til að forðast brattar fjallshlíðar.

„Reikna má með snörpum vindhviðum við fjöll á Norðausturlandi í nótt og fram eftir morgundegi. Sýnið aðgát,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Viðvörunin gengur úr gildi klukkan þrjú síðdegis á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×