Veður

Vís­bendingar um „þokka­legt“ veður næstu helgi

Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Leiðindaveðurs er þó vænst í vikunni í höfuðborginni.
Leiðindaveðurs er þó vænst í vikunni í höfuðborginni. Vísir/Vilhelm

Vætusamt verður um mestallt landið næstu daga og ljóst að sólin sem lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni sé ekki komin til að vera. Þó eru vísbendingar um að næstu helgi láti blíðan á sér kræla á nýjan leik. Þetta segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu.

Þorsteinn segir að á morgun snúist í suðvestlæga átt með tilheyrandi skúrum í borginni.

„Það verður vætusamt á suðurhelmingi landsins og vestanlands líka í vikunni. Það er heldur að laga þá á austurhluta landsins. Hæstu hitatölurnar verða líklega á norðausturlandi í vikunni,“ segir hann.

Þorsteinn segir Reykvíkinga hafa í gær fengið „smá forleik“ að sumrinu en að kannski eigi almennilegt sumarveður eftir að gleðja þá áður en sumrinu lýkur. „Við sjáum til.“

Samkvæmt Þorsteini er þó ekki úti um alla von hjá þeim sem eru strax farnir að bíða í ofvæni eftir ferðalögum sínum næstu helgi. Langtímaspáin, eins óáræðileg og hún getur verið, bendi til ágætisveðurs.

„Það er vísbending um að næsta helgi verði þokkaleg um mestallt land. Það er búist við djúpri lægð á sunnudeginum. Þannig framan af næstu helgi gæti verið þokkalegt veður. En síðan virðist þetta fara í sama farið aftur, með sunnan- og suðvestanáttum og þungbúnu veðri hér sunnan og suðvestanlands.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×