Fínn hvítur salli gerir íbúum Laugarneshverfis lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 16:23 Svavar, þarna reyndar að skoða veiðiflugur sem eru talsvert stærri en sallinn sem nú leggur undir sig hverfi Laugarness eins og sjá má á bílnum sem er við hliðina. Ekki dugir að skola steypurykið af með garðslöngu. Svavar Hávarðsson er íbúi í Laugarneshverfi og hann segir nánast allt hverfið undirlagt af steypuryki sem leggst yfir allt og á alla. „Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“ Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“
Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30
Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51