Skólabílstjóri og hestamálari úr Hvalfjarðarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júlí 2024 20:05 Josefina Morell, skólabílstjóri og myndlistarkona við hluta verka sinna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar. Hér erum við að tala um Josefinu Morell, sem býr á bænum Melkoti í Leirársveit í Hvalfirði en hún fer stundum um landið með hestamyndirnar sínar til að sýna gestum og gangandi, nú síðast í reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi hjá þeim Olile Amble og Bergi Jónssyni, en hún málaði til dæmis allar myndirnar á vegginn í hesthúsinu þeirra. Josfina hefur verið mjög dugleg að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna, sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálfverðlaust og eitthvað, sem hún finnur úti á víðavangi. „Ég er að reyna að endurnýta allskonar sem er annars bara hent. Þetta eru gamlir gluggar úr Nautastöðinni á Hvanneyri til dæmis og þetta er mynd af Frama en hún er eiginlega fyrsta myndin, sem ég málaði fyrir Olile,” segir Josefina og bætir við. „Svo var ég hérna að mála og skera út mynd af Álfadís og þessi plata er úr gömlum kassa, sem var í kjallaranum í Giljum í Reykholtsdal, kassi, sem hveit og hrísgrjón var geymt í gamla daga.” Og hér er barnaróla með hestshaus, sem Josefina gerði,þannig að henni er ekkert óviðkomandi. Myndirnar hjá Josefinu eru fallegar og vekja alls staðar athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við íslenska hestinn, sem heillar Josefinu mest? „Það er bara frelsið hjá hestunum, það er svo mikið pláss, þeir eru ekki lokaðir inni á frímerki, heldur fá þeir bara að njóta sín. En núna keyri ég skólabíl og mála og tem stundum bara okkar hesta,” segir Josefina hlæjandi. Ertu lengi að mála svona myndir eða ertu fljót? „Það er misjafnt, ef ég hef mikinn innblástur þá er ég mjög fljót en það er svo misjafnt.” Og þú málaðir veggina hérna í hesthúsinu líka? „Já, já, ég kom hingað um helgar í tvö og hálft ár og var að mála veggina, sem var mjög skemmtilegt,” segir Josefina. Og veggir hesthússins í Syðri Gegnishólum eru meðal annars skreyttir með myndum frá Josefinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Josefinu Hvalfjarðarsveit Hestar Flóahreppur Myndlist Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hér erum við að tala um Josefinu Morell, sem býr á bænum Melkoti í Leirársveit í Hvalfirði en hún fer stundum um landið með hestamyndirnar sínar til að sýna gestum og gangandi, nú síðast í reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi hjá þeim Olile Amble og Bergi Jónssyni, en hún málaði til dæmis allar myndirnar á vegginn í hesthúsinu þeirra. Josfina hefur verið mjög dugleg að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna, sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálfverðlaust og eitthvað, sem hún finnur úti á víðavangi. „Ég er að reyna að endurnýta allskonar sem er annars bara hent. Þetta eru gamlir gluggar úr Nautastöðinni á Hvanneyri til dæmis og þetta er mynd af Frama en hún er eiginlega fyrsta myndin, sem ég málaði fyrir Olile,” segir Josefina og bætir við. „Svo var ég hérna að mála og skera út mynd af Álfadís og þessi plata er úr gömlum kassa, sem var í kjallaranum í Giljum í Reykholtsdal, kassi, sem hveit og hrísgrjón var geymt í gamla daga.” Og hér er barnaróla með hestshaus, sem Josefina gerði,þannig að henni er ekkert óviðkomandi. Myndirnar hjá Josefinu eru fallegar og vekja alls staðar athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við íslenska hestinn, sem heillar Josefinu mest? „Það er bara frelsið hjá hestunum, það er svo mikið pláss, þeir eru ekki lokaðir inni á frímerki, heldur fá þeir bara að njóta sín. En núna keyri ég skólabíl og mála og tem stundum bara okkar hesta,” segir Josefina hlæjandi. Ertu lengi að mála svona myndir eða ertu fljót? „Það er misjafnt, ef ég hef mikinn innblástur þá er ég mjög fljót en það er svo misjafnt.” Og þú málaðir veggina hérna í hesthúsinu líka? „Já, já, ég kom hingað um helgar í tvö og hálft ár og var að mála veggina, sem var mjög skemmtilegt,” segir Josefina. Og veggir hesthússins í Syðri Gegnishólum eru meðal annars skreyttir með myndum frá Josefinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Josefinu
Hvalfjarðarsveit Hestar Flóahreppur Myndlist Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira