Erlent

Skákar Trump í skoðana­könnun

Árni Sæberg skrifar
Harris mælist með ómarktæka forystu á Trump.
Harris mælist með ómarktæka forystu á Trump. Andrew Harnik/Getty

Kamala Harris mælist með tveggja prósenta forskot á Donald Trump í skoðanakönnun sem framkvæmd var eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi draga framboð sitt til forseta til baka.

Í könnun Reuters og Ipsos, sem framkvæmd var á mánudag og þriðjudag mældist Harris, sem hefur svo gott sem tryggt sér útnefningu Demókrataflokksins, með 44 prósent atkvæða. Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, mældist með 42 prósent atkvæða.

Munurinn milli þeirra er ekki tölfræðilega marktækur og könnunin var framkvæmd á landsvísu, en forsetakosningar í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki á niðurstöðum í fáum mikilvægum ríkjum.

Í könnunum sem framkvæmdar voru af Ipsos áður en Biden tilkynnti ákvörðun sína var munurinn milli þeirra Harris og Trumps enn minni. Dagana 15. til 16. júlí mældust þau bæði með 44 prósent fylgi og dagana 1. til 2. júlí leiddi Trump með einu prósentustigi.


Tengdar fréttir

Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna

Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár.

Kamala auð­mjúk og allra augu á vara­for­seta­efnum

„Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×