Fyrirvari fyrir næsta gos gæti verið nokkrar mínútur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 23:36 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til. Veðurstofa Íslands uppfærði hættumat sitt í gær en nú er talin mikil hætta á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur og norðaustan við bæinn á næstu tveimur vikum. „Við bara þurfum að hækka okkar viðbúnað og auka vöktun hjá okkur og nú eru farnar að ganga fleiri bakvaktir hjá okkur og annað slíkt. Við vorum í dag með samráðsfund með ýmsum hagaðilum þar sem við vorum að fara yfir stöðuna þannig að allir væru tilbúnir að fara yfir sínar áætlanir.“ Viðvörunartíminn nokkrar mínútur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur benti á það í gær að fyrirvarinn fyrir gos á svæðinu styttist með hverju gosinu sem verður. Víðir segir það áhyggjuefni en viðvörunartími gæti verið aðeins nokkrar mínútur. „Plönin okkar núna eru að geta hafið rýminguna, sett lúðrana í gang og sent skilaboð til þeirra inn á hættusvæðinu á styttri tíma en áður,“ segir Víðir. Gist í 30 til 60 húsum Um 250 til 300 manns starfa í bænum á hverjum degi. Grindavíkurnefnd hyggst ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi til að gera við vegi og lagnir í bænum og mun fólki í bænum fjölga við það. Kostnaður verkefnisins hleypur á nokkrum hundruðum milljónum króna. Spurður hvort að það sé ábyrgt og skynsamlegt að hafa fólk í bænum þegar að gos gæti komið upp innan bæjarmarkanna segir Víðir að það sé öruggt að degi til. „Það hefur sýnt sig að það gengur mjög fljótt að rýma að degi til. Við höfum meiri áhyggjur af þeim sem gista þarna. Það er gist í svona 30 til 60 húsum. Við höfum meiri áhyggjur af því.“ En aðgangurinn verður ekki takmarkaður enn frekar upp úr þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Veðurstofa Íslands uppfærði hættumat sitt í gær en nú er talin mikil hætta á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur og norðaustan við bæinn á næstu tveimur vikum. „Við bara þurfum að hækka okkar viðbúnað og auka vöktun hjá okkur og nú eru farnar að ganga fleiri bakvaktir hjá okkur og annað slíkt. Við vorum í dag með samráðsfund með ýmsum hagaðilum þar sem við vorum að fara yfir stöðuna þannig að allir væru tilbúnir að fara yfir sínar áætlanir.“ Viðvörunartíminn nokkrar mínútur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur benti á það í gær að fyrirvarinn fyrir gos á svæðinu styttist með hverju gosinu sem verður. Víðir segir það áhyggjuefni en viðvörunartími gæti verið aðeins nokkrar mínútur. „Plönin okkar núna eru að geta hafið rýminguna, sett lúðrana í gang og sent skilaboð til þeirra inn á hættusvæðinu á styttri tíma en áður,“ segir Víðir. Gist í 30 til 60 húsum Um 250 til 300 manns starfa í bænum á hverjum degi. Grindavíkurnefnd hyggst ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi til að gera við vegi og lagnir í bænum og mun fólki í bænum fjölga við það. Kostnaður verkefnisins hleypur á nokkrum hundruðum milljónum króna. Spurður hvort að það sé ábyrgt og skynsamlegt að hafa fólk í bænum þegar að gos gæti komið upp innan bæjarmarkanna segir Víðir að það sé öruggt að degi til. „Það hefur sýnt sig að það gengur mjög fljótt að rýma að degi til. Við höfum meiri áhyggjur af þeim sem gista þarna. Það er gist í svona 30 til 60 húsum. Við höfum meiri áhyggjur af því.“ En aðgangurinn verður ekki takmarkaður enn frekar upp úr þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira