Nú er fyrsta heimsmet leikanna fallið en það setti hin suður-kóreska Lim Sihyeon í undankeppni í bogfimi. Sihyeon setti metið í einstaklingskeppninni í sveigboga þar sem barist var um sæti í úrslitakeppninni.
Hún fékk 694 stig af 720 mögulegum.Sihyeon tapaði aðeins sjö stigum á fyrstu 36 örvum sínum og um tíma leit út fyrir hún ætlaði yfir sjö hundruð stiga múrinn. Aðeins tveir karlar hafa náð því í sögunni.
„Þetta eru fyrstu Ólympíuleikarnir mínir og ég vildi gefa allt mitt í þetta. Ég undirbjó mig vel og reyndi svo bara að njóta dagsins,“ sagði Lim Sihyeon.
Gamla metið átti landa hennar Kang Chae Young frá því á HM árið 2019. Það voru 692 stig.
Þetta er líklega fjórtán stigum meira en Ólympíumetið sem An San setti fyrir þremur árum þegar hún náði 680 stigum.
Suður-Kóresku bogfimikonurnar eiga möguleika að vinna tíunda Ólympíugull þjóðar sinnar í röð í þessari grein í París.
