Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 12:09 Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Hringvegurinn fór í sundur á sjö hundruð metra kafla um hádegisbil í gær austanmegin brúarinnar við ánna Skálm. Vegagerðin lokaði því veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en viðgerð hófst í gær og svo aftur snemma í morgun. Hátt í tíu manns frá Vegagerðinni gera við veginn og eru tvær gröfur notaðar í verkefnið. Svanur Bjarnason svæðisstjóri hjá Vegagerðinni býst hins vegar ekki við því að það takist að opna veginn fyrr en undir kvöld. „Það hefur sjatnað mikið í ánni. Það var byrjað að gera við veginn strax i morgun að keyra fyllingu í gatið sem rofnaði austan við brúnna. Það þarf heilmikið efni í verkefnið en vegurinn er skemmdur á sjö hundruð metra kafla og er því mjög þröngur,“ segir Svanur. Aðspurður um hversu langan tíma viðgerðin taki svarar Svanur: „Það er mjög erfitt að svara því núna en við erum að gæla við að okkur takist að hleypa einhverri umferð á með takmörkunum undir kvöld. Vegurinn verður bara einbreiður til að byrja með. Þetta á svo bara eftir að koma í ljós þegar líður á daginn.“ Sérbúnir bílar hafa getað keyrt hjáleið um Fjallabak nyrðra. Svanur segir að vegna mikillar úrkomu geti sú leið líka orðið illfær. „Þessi leið hefur verið jeppafær en gæti líka lokast vegna mikillar rigningar í dag og þar að leiðandi mikils vatnsmagns í ám,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Hringvegurinn fór í sundur á sjö hundruð metra kafla um hádegisbil í gær austanmegin brúarinnar við ánna Skálm. Vegagerðin lokaði því veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en viðgerð hófst í gær og svo aftur snemma í morgun. Hátt í tíu manns frá Vegagerðinni gera við veginn og eru tvær gröfur notaðar í verkefnið. Svanur Bjarnason svæðisstjóri hjá Vegagerðinni býst hins vegar ekki við því að það takist að opna veginn fyrr en undir kvöld. „Það hefur sjatnað mikið í ánni. Það var byrjað að gera við veginn strax i morgun að keyra fyllingu í gatið sem rofnaði austan við brúnna. Það þarf heilmikið efni í verkefnið en vegurinn er skemmdur á sjö hundruð metra kafla og er því mjög þröngur,“ segir Svanur. Aðspurður um hversu langan tíma viðgerðin taki svarar Svanur: „Það er mjög erfitt að svara því núna en við erum að gæla við að okkur takist að hleypa einhverri umferð á með takmörkunum undir kvöld. Vegurinn verður bara einbreiður til að byrja með. Þetta á svo bara eftir að koma í ljós þegar líður á daginn.“ Sérbúnir bílar hafa getað keyrt hjáleið um Fjallabak nyrðra. Svanur segir að vegna mikillar úrkomu geti sú leið líka orðið illfær. „Þessi leið hefur verið jeppafær en gæti líka lokast vegna mikillar rigningar í dag og þar að leiðandi mikils vatnsmagns í ám,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira